Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2021 11:41 Gylfi Þór Þorsteinsson hefur engar áhyggjur af stöðu mála í farsóttarhúsinu. „Það er aldrei vandamál að sinna fólki. Þetta verður ekkert vesen.“ Júlíus Sigurjónsson Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og hafnar sýnatöku þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að skylda tvöfalda sýnatöku en ráðherra taldi þessa leið betri kost. Gylfi á ekki von á mikilli fjölgun í farsóttarhúsunum vegna breyttra reglna. „Nei, ég held nú ekki. Ég held það verði ekki margir sem velji þessa leið satt að segja,“ segir Gylfi Þór. Hann á ekki von á að meira vesen verði á því fólki en öðru sem dvelur á farsóttarhúsinu. „Þegar þú tekur ákvörðun um að sleppa sýnatöku veistu við hverju þú átt að búast. Ég held að þetta verði ekki mikið vesen,“ segir Gylfi Þór. Hann nefnir þó að tvær vikur á farsóttarhúsinu sé ekki óskastaða fyrir neinn. „Þetta eru ekki stór herbergi, þú vilt frekar vera annars staðar. Þú færð mat þrisvar á dag og við reynum að sinna grunnþörfum hvort sem er með spjalli eða annað,“ segir Gylfi Þór. „Fjórtán dagar inni hjá okkur er engin sæla. Ég get alveg sagt ykkur það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sóttvarnarhúsi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun. 10. janúar 2021 23:15 Gætu þurft að opna fleiri farsóttarhús vegna mikillar fjölgunar Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. 9. janúar 2021 22:49 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og hafnar sýnatöku þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að skylda tvöfalda sýnatöku en ráðherra taldi þessa leið betri kost. Gylfi á ekki von á mikilli fjölgun í farsóttarhúsunum vegna breyttra reglna. „Nei, ég held nú ekki. Ég held það verði ekki margir sem velji þessa leið satt að segja,“ segir Gylfi Þór. Hann á ekki von á að meira vesen verði á því fólki en öðru sem dvelur á farsóttarhúsinu. „Þegar þú tekur ákvörðun um að sleppa sýnatöku veistu við hverju þú átt að búast. Ég held að þetta verði ekki mikið vesen,“ segir Gylfi Þór. Hann nefnir þó að tvær vikur á farsóttarhúsinu sé ekki óskastaða fyrir neinn. „Þetta eru ekki stór herbergi, þú vilt frekar vera annars staðar. Þú færð mat þrisvar á dag og við reynum að sinna grunnþörfum hvort sem er með spjalli eða annað,“ segir Gylfi Þór. „Fjórtán dagar inni hjá okkur er engin sæla. Ég get alveg sagt ykkur það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sóttvarnarhúsi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun. 10. janúar 2021 23:15 Gætu þurft að opna fleiri farsóttarhús vegna mikillar fjölgunar Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. 9. janúar 2021 22:49 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sóttvarnarhúsi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun. 10. janúar 2021 23:15
Gætu þurft að opna fleiri farsóttarhús vegna mikillar fjölgunar Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. 9. janúar 2021 22:49