Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans hjá japanska landsliðinu voru langfyrstir til Egyptalands þar sem heimsmeistaramótið í handbolta hefst annað kvöld.
Íslenska landsliðið ferðaðist í gær og var eitt af fimm landsliðum sem mættu til Egyptalands í gær. Íslensku strákarnir flugu til Kaupmannahafnar um morguninn og þaðan til Egyptalands seinni partinn.
Argentínumenn voru fyrsta liðið til að mæta í gær en seinna um daginn bættust Ísland, Portúgal, Hvíta Rússland og Kóngó í hópinn.
# JAPAN
— (@JHA_national) January 4, 2021
@Egypt2021En
13 # # #handballjp #Egypt2021 pic.twitter.com/dbIYdreTYa
Það taka 32 þjóðir þátt í HM að þessu sinni og því verður nóg að gera á flugvellinum í Kaíró næstu daga.
Dagur Sigurðsson vildi mæta mjög snemma með liðið sitt til Egyptalands og var japanski hópurinn mættur 3. janúar síðastliðinn eða meira en viku á undan öðrum þjóðum.
Japanir náðu meðal annars að spila tvo æfingaleiki á móti heimamönnum í egypska landsliðinu og nýttu því aukatímann vel.
Japanar eru í riðli með Króatíu, Katar og Angóla. Fyrsti leikur Japana er samt ekki fyrr en á föstudaginn þegar þeir mæta Króötum. Íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á móti Portúgal daginn áður.
Japan were the first team to arrive in Egypt for the 27th IHF Men's World Championship! Read more about their first...
Posted by International Handball Federation - IHF on Mánudagur, 11. janúar 2021