Frá þessu var greint á vefsíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins rétt í þessu.
Fyrr í dag var greint frá því að Tékkland hefði dregið sig úr keppni þar sem aðeins fjórir leikmenn liðsins væru ekki smitaðir af kórónuveirunni. Bandaríkin höfðu ætlað að taka þátt þrátt fyrir að stór meirihluti leikmanna hafi greinst með veiruna eins og greint var frá fyrr í dag.
Nú er ljóst að Bandaríkin munu ekki taka þátt á mótinu.
Sviss mun því koma þeirra í stað inn í E-riðil ásamt Noregi, Austurríki og Frakklandi.