Þegar byggt er á fornri frægð Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. janúar 2021 07:00 Samkvæmt árlegri ánægjukönnun íbúa 20 stærstu sveitarfélaganna eru íbúar Garðabæjar almennt ánægðir með sveitarfélagið sitt. Það er gott, því það er mikilvægt að líða almennt vel þar sem við kjósum að búa. Það er þó áhyggjuefni að ánægja Garðbæinga undanfarin ár er að dofna, á meðan meðaltal ánægju í öllum sveitarfélögunum eykst. Eftir gott skeið, þar sem ánægjan hefur mælst mjög mikil í flestum þáttum horfum við fram á hnignun. Er þarna um marktæka lækkun að ræða í einstaka þjónustuþáttum. Við í Garðabæ verðum að skoða þá þætti betur og sjá hvernig við getum gert betur. Ég hnaut um grein eftir bæjarstjórann minn í vikunni þar sem hann velur að ávarpa ekki raunverulega stöðu Garðabæjar í könnuninni, heldur einblínir á þá þjónustuþætti þar sem Garðabær skipar efstu sætin. Í greininni klappar bæjarstjórinn sér á öxl og segir Garðbæinga ánægðasta allra í einstaka þáttum. Hann virðist síður hafa áhyggjur af marktækri lækkun ánægju á mikilvægum þjónustuþáttum og meðal stækkandi hópa í sveitarfélaginu, til að mynda barnafjölskyldna. Þessa könnun þarf fyrst og fremst að nýta til stuðnings við að líta inn á við og rýna með gagnrýnum augum hvernig við gætum bætt þjónustu. Við hljótum að þurfa að því taka sérstaklega alvarlega að ánægja með grunnskóla sveitarfélagsins dalar. Rímar það ekki við allt tal um að gæði skólanna sé framúrskarandi og að í Garðabæ sé allra best tekist á við krefjandi aðstæður, samanborið við nágrannasveitarfélögin, að sögn félaga minna í Sjálfstæðisflokknum við bæjarstjórnarborðið. Tækifærin til að bæta þjónustu grunnskólanna eru víða. Skemmst er frá að segja að langt er um liðið síðan skólastefna sveitarfélagsins var rýnd. Því er kominn tími á endurskoðun ýmissa þátta er varða skólastarf, vellíðan nemenda og farsæld í leik og starfi.Og því mikilvægt að þeirri vinnu er verið að koma af stað. Starfsfólk skólanna starfar eftir þeirri sýn og stefnu sem lagt er upp með. Það er hlutverk okkar í pólitíkinni að skapa gott umhverfi sem hlúir að bestu starfsskilyrðunum. Þannig blómstrar starfsfólk skólanna okkar best. Og saman tryggjum við enn meiri ánægju. Við höfum enga ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíðar en minnum okkur á að það er ekki lifað á fornri frægð einni saman. Að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu kostar vinnu, skýra stefnu og sýn fram á við í takt við tímann sem lifað er en ekki í þann sem lifað var. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt árlegri ánægjukönnun íbúa 20 stærstu sveitarfélaganna eru íbúar Garðabæjar almennt ánægðir með sveitarfélagið sitt. Það er gott, því það er mikilvægt að líða almennt vel þar sem við kjósum að búa. Það er þó áhyggjuefni að ánægja Garðbæinga undanfarin ár er að dofna, á meðan meðaltal ánægju í öllum sveitarfélögunum eykst. Eftir gott skeið, þar sem ánægjan hefur mælst mjög mikil í flestum þáttum horfum við fram á hnignun. Er þarna um marktæka lækkun að ræða í einstaka þjónustuþáttum. Við í Garðabæ verðum að skoða þá þætti betur og sjá hvernig við getum gert betur. Ég hnaut um grein eftir bæjarstjórann minn í vikunni þar sem hann velur að ávarpa ekki raunverulega stöðu Garðabæjar í könnuninni, heldur einblínir á þá þjónustuþætti þar sem Garðabær skipar efstu sætin. Í greininni klappar bæjarstjórinn sér á öxl og segir Garðbæinga ánægðasta allra í einstaka þáttum. Hann virðist síður hafa áhyggjur af marktækri lækkun ánægju á mikilvægum þjónustuþáttum og meðal stækkandi hópa í sveitarfélaginu, til að mynda barnafjölskyldna. Þessa könnun þarf fyrst og fremst að nýta til stuðnings við að líta inn á við og rýna með gagnrýnum augum hvernig við gætum bætt þjónustu. Við hljótum að þurfa að því taka sérstaklega alvarlega að ánægja með grunnskóla sveitarfélagsins dalar. Rímar það ekki við allt tal um að gæði skólanna sé framúrskarandi og að í Garðabæ sé allra best tekist á við krefjandi aðstæður, samanborið við nágrannasveitarfélögin, að sögn félaga minna í Sjálfstæðisflokknum við bæjarstjórnarborðið. Tækifærin til að bæta þjónustu grunnskólanna eru víða. Skemmst er frá að segja að langt er um liðið síðan skólastefna sveitarfélagsins var rýnd. Því er kominn tími á endurskoðun ýmissa þátta er varða skólastarf, vellíðan nemenda og farsæld í leik og starfi.Og því mikilvægt að þeirri vinnu er verið að koma af stað. Starfsfólk skólanna starfar eftir þeirri sýn og stefnu sem lagt er upp með. Það er hlutverk okkar í pólitíkinni að skapa gott umhverfi sem hlúir að bestu starfsskilyrðunum. Þannig blómstrar starfsfólk skólanna okkar best. Og saman tryggjum við enn meiri ánægju. Við höfum enga ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíðar en minnum okkur á að það er ekki lifað á fornri frægð einni saman. Að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu kostar vinnu, skýra stefnu og sýn fram á við í takt við tímann sem lifað er en ekki í þann sem lifað var. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar