Solskjær: Gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær fagnar Paul Pogba eftir að franski landsliðsmaðurinn hafði tryggt Manchester United öll þrjú stigin. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær er búinn að koma liði Manchester United á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í langan tíma og næst á dagskrá er heimsókn til Englandsmeistara Liverpool um næstu helgi. Manchester United náði tryggja stiga forskoti á Liverpool eftir 1-0 útisigur á Burnley í gærkvöldi en Paul Pogba skoraði eina mark leiksins. Þetta er í fyrsta sinn frá 2012-13 tímabilinu þar sem United situr í toppsætinu eftir áramót. „Við erum að verða betri og betri. Við erum í góðri stöðu. Það mun samt enginn muna eftir töflunni frá 12. janúar. Sunnudagurinn er próf á bæði karakter og gæðum liðsins. Við hlökkum til,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Manchester United 'excited and hungry' for summit meeting with Liverpool https://t.co/S2cnieuLTq— Guardian sport (@guardian_sport) January 13, 2021 „Við erum að fara í próf á móti sönnum meisturum og langbesta liði deildarinnar í langan tíma. Við erum tilbúnir, spenntir og hungraðir. Við gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma,“ sagði Solskjær. Á sama tíma og Manchester United hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá hefur lítið sem ekkert gengið hjá Liverpool liðinu. Stuðningsmenn Manchester United hafa þurft að bíða lengi eftir Paul Pogba en nú er hann farinn að spila eins og hann á að sér á ný. Pogba var hetja liðsins í gærkvöldi. We know it s going to be hard, what a three and a half seasons Liverpool have had, but we re ready and hungry. We couldn t have asked for a better time to go there." Ole Gunnar Solskjaer has his sights set on Liverpool @LukeEdwardsTele (4/5) https://t.co/GsmWYQMtPD— Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 13, 2021 „Við erum að sjá bestu útgáfuna af Pogba þessa dagana. Paul hefur verið meiddur og hann þurfti tíma til að komast aftur í sitt besta form. Ég hef alltaf sagt það að Paul sé mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er líka öflugur karakter í búningsklefanum,“ sagði Solskjær. Manchester United hefur ekki fagnað sigri á Anfield í fimm ár. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í leikina okkar núna. Við höfum staðið okkur mjög vel á útivelli. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa sem og við gerum. Þetta eru góðir tímar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira
Manchester United náði tryggja stiga forskoti á Liverpool eftir 1-0 útisigur á Burnley í gærkvöldi en Paul Pogba skoraði eina mark leiksins. Þetta er í fyrsta sinn frá 2012-13 tímabilinu þar sem United situr í toppsætinu eftir áramót. „Við erum að verða betri og betri. Við erum í góðri stöðu. Það mun samt enginn muna eftir töflunni frá 12. janúar. Sunnudagurinn er próf á bæði karakter og gæðum liðsins. Við hlökkum til,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Manchester United 'excited and hungry' for summit meeting with Liverpool https://t.co/S2cnieuLTq— Guardian sport (@guardian_sport) January 13, 2021 „Við erum að fara í próf á móti sönnum meisturum og langbesta liði deildarinnar í langan tíma. Við erum tilbúnir, spenntir og hungraðir. Við gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma,“ sagði Solskjær. Á sama tíma og Manchester United hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá hefur lítið sem ekkert gengið hjá Liverpool liðinu. Stuðningsmenn Manchester United hafa þurft að bíða lengi eftir Paul Pogba en nú er hann farinn að spila eins og hann á að sér á ný. Pogba var hetja liðsins í gærkvöldi. We know it s going to be hard, what a three and a half seasons Liverpool have had, but we re ready and hungry. We couldn t have asked for a better time to go there." Ole Gunnar Solskjaer has his sights set on Liverpool @LukeEdwardsTele (4/5) https://t.co/GsmWYQMtPD— Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 13, 2021 „Við erum að sjá bestu útgáfuna af Pogba þessa dagana. Paul hefur verið meiddur og hann þurfti tíma til að komast aftur í sitt besta form. Ég hef alltaf sagt það að Paul sé mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er líka öflugur karakter í búningsklefanum,“ sagði Solskjær. Manchester United hefur ekki fagnað sigri á Anfield í fimm ár. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í leikina okkar núna. Við höfum staðið okkur mjög vel á útivelli. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa sem og við gerum. Þetta eru góðir tímar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira