Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 10:14 Bjarkey Olsen telur hag neytenda og auglýsinga best borgið með veru Ríkisútvarpsins á markaði. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. „Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25
Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45