Pep Guardiola bað sína menn um að hlaupa minna og allt fór að ganga betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 13:31 Pep Guardiola vildi að leikmennirnir sínir hættu að taka óþarfa hlaup. Getty/Fred Lee Knattspyrnustjórar pressa vanalega á það að leikmenn þeirra hlaupi sem mest inn á vellinum en einn sá besti í boltanum fór aftur á móti í þveröfuga átt á þessu tímabili. Manchester City hélt enn á nýju marki sínu hreinu í gær í 1-0 sigri á Brighton & Hove Albion og stigin þrjú færði liðið enn nærri toppliðum deildarinnar. Manchester City hefur nú unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og sjö leiki í röð í öllum keppnum en liðið er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar auk þess að eiga leik inni á efstu tvö liðin. The surprising key to Manchester City's turnaround, according to Pep Guardiola yesterday: The only difference is we run less. We were running too much to play football you have to run much less. Story on this from last week: https://t.co/NnQaEtduGX— Joshua Robinson (@JoshRobinson23) January 13, 2021 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur fundið rétta leikskipulagið og réttu mennina til að loka vörn liðsins enda fær City liðið varla á sig mark þessa dagana. Blaðamenn spurðu Guardiola hvað hafi verið lykillinn að betri árangri liðsins á undanförnu og svar Spánverjans kom eflaust mörgum þeirra á óvart. „Aðalmunurinn er að við hlaupum minna. Við vorum að hlaupa of mikið í okkar leik. Þegar þú spilar fótbolta þá verður þú að ganga meira og hlaupa minna,“ sagði Pep Guardiola. „Þú verður vissulega að hlaupa án boltans en með boltann þá verður þú að halda betur stöðu og leyfa boltanum að ferðast frekar en þú sjálfur. Við höfum bætt okkur í þessu í þessum leikum,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola says running less is secret to Manchester City's surge in form, writes @RichJollyhttps://t.co/1QlqlmJpAN— The National Sport (@NatSportUAE) January 13, 2021 Pep Guardiola sagði jafnframt að liðið hafi tapað á því í byrjun tímabilsins að fá alltof lítið undirbúningstímabil. „Leikmennirnir mínir þurftu tíma til að komast í sitt besta form eftir að hafa ekki fengið neitt undirbúningstímabil,“ sagði Guardiola og nú er aftur farið að tala um Manchester City liðið sem meistaraefni. „Það er eðlilegt eftir góð úrslit og góða frammistöðu að fólk sjái það fyrir sér á ný að við getum gert það sem við gerðum áður. Við viljum halda því áfram,“ sagði Pep Guardiola. Phil Foden is now Manchester City's top goalscorer of the season with 8 goals in all competitions pic.twitter.com/8uYBRtEJCc— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Manchester City hélt enn á nýju marki sínu hreinu í gær í 1-0 sigri á Brighton & Hove Albion og stigin þrjú færði liðið enn nærri toppliðum deildarinnar. Manchester City hefur nú unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og sjö leiki í röð í öllum keppnum en liðið er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar auk þess að eiga leik inni á efstu tvö liðin. The surprising key to Manchester City's turnaround, according to Pep Guardiola yesterday: The only difference is we run less. We were running too much to play football you have to run much less. Story on this from last week: https://t.co/NnQaEtduGX— Joshua Robinson (@JoshRobinson23) January 13, 2021 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur fundið rétta leikskipulagið og réttu mennina til að loka vörn liðsins enda fær City liðið varla á sig mark þessa dagana. Blaðamenn spurðu Guardiola hvað hafi verið lykillinn að betri árangri liðsins á undanförnu og svar Spánverjans kom eflaust mörgum þeirra á óvart. „Aðalmunurinn er að við hlaupum minna. Við vorum að hlaupa of mikið í okkar leik. Þegar þú spilar fótbolta þá verður þú að ganga meira og hlaupa minna,“ sagði Pep Guardiola. „Þú verður vissulega að hlaupa án boltans en með boltann þá verður þú að halda betur stöðu og leyfa boltanum að ferðast frekar en þú sjálfur. Við höfum bætt okkur í þessu í þessum leikum,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola says running less is secret to Manchester City's surge in form, writes @RichJollyhttps://t.co/1QlqlmJpAN— The National Sport (@NatSportUAE) January 13, 2021 Pep Guardiola sagði jafnframt að liðið hafi tapað á því í byrjun tímabilsins að fá alltof lítið undirbúningstímabil. „Leikmennirnir mínir þurftu tíma til að komast í sitt besta form eftir að hafa ekki fengið neitt undirbúningstímabil,“ sagði Guardiola og nú er aftur farið að tala um Manchester City liðið sem meistaraefni. „Það er eðlilegt eftir góð úrslit og góða frammistöðu að fólk sjái það fyrir sér á ný að við getum gert það sem við gerðum áður. Við viljum halda því áfram,“ sagði Pep Guardiola. Phil Foden is now Manchester City's top goalscorer of the season with 8 goals in all competitions pic.twitter.com/8uYBRtEJCc— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021
Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira