Sænskir fjölmiðar greindi frá þessu í morgun, en hún lést á sjúkrahúsi í Stokkhómi á þriðjudaginn.
Malm sló almennilega í gegn í Svíþjóð og víðar eftir að hún birtist í mynd Ingmars Bergman frá árinu 1982, Fanny og Alexander, en þar fór hún með hlutverk Ölmu Ekdahl.
Í gamanþáttunum Solsidan, sem notið hafa vinsælda meðal annars hér á landi, fór Malm með hlutverk Margaretu, móður tannlæknisins Alex.
Malm fór einnig með hlutverk meðal annars í myndunum Tre kärlekar, Chefen fru Ingeborg og Den tatuerade änkan sem vann til Emmyverðlauna.