Innlent

Hvorki starfs­menn né sjúk­lingar smitaðir af veirunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hvorki starfsmenn né sjúklingar á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans reyndust smitaðir af kórónuveirunni.
Hvorki starfsmenn né sjúklingar á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans reyndust smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm

Enginn sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, utan þess sjúklings sem greindist í gærkvöldi, reyndist smitaður af Covid-19. Starfsmenn og sjúklingar á deildinni voru skimaðir fyrir veirunni í morgun og kom fram fyrr í dag að enginn starfsmaður hafi reynst smitaður af veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Sjúklingur sem hafði verið lagður inn á deildina nýlega var greindur smitaður af veirunni í gærkvöldi. Í kjölfarið var deildinni lokað fyrir innlögnum og allir starfsmenn og sjúklingar sendir í skimun fyrir veirunni í morgun.

Fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum að ekki liggi fyrir hvernig sjúklingurinn hafi smitast en ljóst þyki að viðkomandi hafi verið smitaður þegar hann var lagður inn á deildina. Sjúklingurinn var í gærkvöldi fluttur yfir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi og er hann nú í einangrun.

Sjúklingurinn sem um ræðir naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hættustigi var lýst yfir á sjúkrahúsinu á Ísafirði en hefur því nú verið aflétt. 


Tengdar fréttir

Hættustigi aflýst á Ísafirði

Allir sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í morgun á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða reyndust neikvæðir. Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur því tekið sjúkrahúsið af hættustigi.

Enginn starfs­mannanna reyndist smitaður

Enginn af starfsmönnum blóð- og krabbameinslækningadeildar, sem fóru í skimun fyrir kórónuveirunni í morgun vegna smitaðs sjúklings, reyndist smitaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“

Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×