Enska úrvalsdeildin varð við beiðni Aston Villa um að leiknum gegn Everton yrði frestað en stór hluti aðalliðs Aston Villa glímir nú við kórónuveiruna en í gær átti liðið að spila við Tottenham og var þeim leik einnig frestað.
Four #PL matches have been moved after the recent postponements and rescheduled fixtures
— Premier League (@premierleague) January 14, 2021
https://t.co/vRYrsFDxhu pic.twitter.com/tw6NIjqfNz
Vonast er til að Aston Villa geti mætt aftur til leiks í ensku úrvalsdeildinni 20.janúar næstkomandi en þá á liðið að mæta Manchester City.
19.umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst næstkomandi laugardag en Aston Villa hefur aðeins leikið fimmtán leiki á tímabilinu.