Formúla 1

Telur sam­starf Hamilton og Ferrari nálgast þol­mörk

Aron Guðmundsson skrifar
Lewis Hamilton átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili hjá Formúlu 1 liði Ferrari
Lewis Hamilton átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili hjá Formúlu 1 liði Ferrari Vísir/Getty

Fyrr­verandi liðs­stjóri For­múlu 1 liðs Ferrari telur að sam­band sjöfalda heims­meistarans Lewis Hamilton og Ferrari gæti verið að nálgast þol­mörk.

Segja má að frum­raun hins fer­tuga Hamiltons á nýaf­stöðnu tíma­bili hjá Ferrari hafi ekki staðist væntingar. Ítrekað lenti sjöfaldi heims­meistarinn í vand­ræðum og fór svo að hann endaði tíma­bilið í 6.sæti í stiga­keppni öku­manna á eftir liðs­félaga sínum Charles Leclerc.

Á miðju tíma­bili greindi Hamilton frá því að hann hefði sent liðs­félögum sínum hjá Ferrari, sem koma að hönnun bílsins ítar­leg skjöl, með hug­myndum sínum varðandi það hvernig hægt væri að ná meira úr honum.

„Ég kom einnig á mörgum fundum. Kallaði eftir því að fá að setjast niður með stjórn­endum liðsins,“ sagði Hamilton á sínum tíma og sagðist bæði hafa viðrað hug­myndir sínar varðandi bíl þessa árs sem og næstu ára.

Óhætt er að segja að vinnu­brögð Hamilton heilli ekki fyrr­verandi liðs­stjóra Ferrari liðsins, Maurizio Arri­va­bene.

Maurizio Arrivabene og Sebastian Vettel störfuðu saman hjá Ferrari á sínum tíma.Vísir/Getty

Arri­va­bene var liðs­stjóri For­múlu 1 liðs Ferrari á árunum 2014 til 2019 og segir fjór­falda heims­meistarann Sebastian Vet­tel, sem var öku­maður liðsins yfir fimm ára tíma­bil til ársins 2020, haft sama háttinn á og Hamilton.

„Hann skrifaði, talaði og deildi öllu,“ sagði Arri­va­bene við Sky Sports Ita­ly og bætti við að skjölin sem að Vet­tel hafi sent liðinu hefðu verið nær gagns­laus.

„Ég vil ekki segja neitt slæmt um Vet­tel, en hann hefði bara átt að ein­beita sér að sínu starfi. Þegar að öku­maður spilar sem verk­fræðing er þetta í raun búið spil.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×