Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Sylvía Hall skrifar 16. janúar 2021 13:05 Fólkið var flutt með þyrlum Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. Tilkynning um slysið barst klukkan 10:16 í dag en vegfarendur náðu fólkinu upp úr sjónum og hlúðu að fólkinu þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang um klukkutíma síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var fjölskylda í bílnum; karl, barn og kona. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra sem voru í bílnum að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Aðkoman erfið Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendurna hafa unnið mikið þrekvirki, enda hafi það hlúað að farþegum bílsins við erfiðar aðstæður og veitt fyrstu hjálp. Hann hafði þó ekki upplýsingar um líðan þeirra. „Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur. Aðstæður gerðu viðbragðsaðilum erfitt fyrir. „Það var gríðarlega mikil hálka og lágskýjað, rigning og slydda. Það gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir, þeir komust ekki eins hratt yfir út af hálkunni.“ Fyrstu viðbragðsaðilar komu á svæðið um klukkan ellefu. Rétt fyrir klukkan tólf lentu svo þyrlur Landhelgisgæslunnar með lækna og kafara. Þær fluttu svo fjölskylduna til Reykjavíkur á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Tilkynning um slysið barst klukkan 10:16 í dag en vegfarendur náðu fólkinu upp úr sjónum og hlúðu að fólkinu þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang um klukkutíma síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var fjölskylda í bílnum; karl, barn og kona. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra sem voru í bílnum að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Aðkoman erfið Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendurna hafa unnið mikið þrekvirki, enda hafi það hlúað að farþegum bílsins við erfiðar aðstæður og veitt fyrstu hjálp. Hann hafði þó ekki upplýsingar um líðan þeirra. „Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur. Aðstæður gerðu viðbragðsaðilum erfitt fyrir. „Það var gríðarlega mikil hálka og lágskýjað, rigning og slydda. Það gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir, þeir komust ekki eins hratt yfir út af hálkunni.“ Fyrstu viðbragðsaðilar komu á svæðið um klukkan ellefu. Rétt fyrir klukkan tólf lentu svo þyrlur Landhelgisgæslunnar með lækna og kafara. Þær fluttu svo fjölskylduna til Reykjavíkur á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06