Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 18:21 Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands fyrir stuttu. Twitter Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08