Innlent

Norðanáttin ríkjandi á landinu næstu daga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Akureyri um vetur snjór og kuldi
Akureyri um vetur snjór og kuldi Foto: Tryggvi Páll Tryggvason/Tryggvi Páll Tryggvason

Það verður norðaustan kaldi eða stinningskaldi á landinu í dag og mun norðanáttin vera ríkjandi á landinu næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

„Norðlægum áttum á þessum árstíma fylgir yfirleitt einhver ofankoma á norðanverðu landinu og svo er einnig í dag, éljagangur norðan- og austantil en bjart verður með köflum sunnanlands. Hiti nálægt frostmarki í dag en kólnar síðan er líður á vikuna,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurhorfur á landinu:

Norðlæg átt, 5-13 m/s en 13-18 suðaustast framá kvöld. Éljagangur norðantil en skýjað með köflum syðra.

Vaxandi norðaustanátt seint í nótt og fyrramálið, 8-15 eftir hádegi en 13-18 norðvestantil og með suðausturströndinni annað kvöld. Él um norðanvert landið en bjart með köflum sunnanlands. Hiti nálægt frostmarki en kólnar annað kvöld.

Á þriðjudag:

Norðan 8-13 m/s en 13-18 á Vestfjörðum og með Austurströndinni. Snjókoma eða él á norðan- og austanverðu landinu en bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost, einkum inn til landsins.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Ákveðin norðanátt með éljum en léttskýjað syðra. Frost um allt land.

Á föstudag og laugardag:

Norðanátt, víða allhvöss með snjókomu en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnanlands. Fremur kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×