Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 21:29 Guðmundur Guðmundsson var sáttur með sigurinn á Marokkó og að allir leikmenn Íslands kæmust heilir frá leiknum. epa/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. „Þetta var nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég vissi að þetta yrði erfitt og það myndi taka okkur tíma að komast inn í leikinn og finna jafnvægi í sóknarleiknum. Það tók okkur smá tíma að hrista þetta af okkur en eftir það gekk þetta frábærlega í fyrri hálfleik. Við opnuðum þá ítrekað mjög vel,“ sagði Guðmundur við RÚV eftir leikinn. „Hvað vörnina varðar var þetta svipað og ég bjóst við. Þeir spila óvenjuleg leikkerfi og það er ofboðslegur hraði á þeim. Þetta er ekkert einfalt.“ Marokkómenn gengu hart fram og fengu þrjú rauð spjöld fyrir ruddabrot í leiknum í kvöld. „Ég er bara fegnastur að enginn skyldi slasa sig, af okkar leikmönnum. Þetta var hroðalega grófur leikur af þeirra hálfu. Ég bara feginn að enginn hafi meiðst,“ sagði Guðmundur. Stöðug vörn Þjálfarinn vildi sjá íslenska liðið skora meira úr hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við erum með tiltölulega stöðuga vörn og verðum að gera það áfram. Sóknin hefur yfirleitt gengið mjög vel en auðvitað verða andstæðingarnir í milliriðli öðruvísi. En við þurfum að skora meira úr hröðum upphlaupum. Mér finnst vanta nokkur mörk þar í dag. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Guðmundur. Mjög gaman að sjá Donna hamra boltann upp í skeytin Hann kvaðst ánægður með framlag íslensku skyttanna í leiknum í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt og þetta er að dreifast vel. Við erum að fá mörk fyrir utan. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] setti tvö upp í vinkilinn. Það var sérstaklega ánægjulegt. Við stilltum upp fyrir hann í leikkerfinu. Það var mjög gaman að sjá hann hamra boltann upp í skeytin,“ sagði Guðmundur að lokum. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
„Þetta var nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég vissi að þetta yrði erfitt og það myndi taka okkur tíma að komast inn í leikinn og finna jafnvægi í sóknarleiknum. Það tók okkur smá tíma að hrista þetta af okkur en eftir það gekk þetta frábærlega í fyrri hálfleik. Við opnuðum þá ítrekað mjög vel,“ sagði Guðmundur við RÚV eftir leikinn. „Hvað vörnina varðar var þetta svipað og ég bjóst við. Þeir spila óvenjuleg leikkerfi og það er ofboðslegur hraði á þeim. Þetta er ekkert einfalt.“ Marokkómenn gengu hart fram og fengu þrjú rauð spjöld fyrir ruddabrot í leiknum í kvöld. „Ég er bara fegnastur að enginn skyldi slasa sig, af okkar leikmönnum. Þetta var hroðalega grófur leikur af þeirra hálfu. Ég bara feginn að enginn hafi meiðst,“ sagði Guðmundur. Stöðug vörn Þjálfarinn vildi sjá íslenska liðið skora meira úr hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við erum með tiltölulega stöðuga vörn og verðum að gera það áfram. Sóknin hefur yfirleitt gengið mjög vel en auðvitað verða andstæðingarnir í milliriðli öðruvísi. En við þurfum að skora meira úr hröðum upphlaupum. Mér finnst vanta nokkur mörk þar í dag. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Guðmundur. Mjög gaman að sjá Donna hamra boltann upp í skeytin Hann kvaðst ánægður með framlag íslensku skyttanna í leiknum í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt og þetta er að dreifast vel. Við erum að fá mörk fyrir utan. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] setti tvö upp í vinkilinn. Það var sérstaklega ánægjulegt. Við stilltum upp fyrir hann í leikkerfinu. Það var mjög gaman að sjá hann hamra boltann upp í skeytin,“ sagði Guðmundur að lokum.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28
Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10
Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08