Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 21:29 Guðmundur Guðmundsson var sáttur með sigurinn á Marokkó og að allir leikmenn Íslands kæmust heilir frá leiknum. epa/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. „Þetta var nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég vissi að þetta yrði erfitt og það myndi taka okkur tíma að komast inn í leikinn og finna jafnvægi í sóknarleiknum. Það tók okkur smá tíma að hrista þetta af okkur en eftir það gekk þetta frábærlega í fyrri hálfleik. Við opnuðum þá ítrekað mjög vel,“ sagði Guðmundur við RÚV eftir leikinn. „Hvað vörnina varðar var þetta svipað og ég bjóst við. Þeir spila óvenjuleg leikkerfi og það er ofboðslegur hraði á þeim. Þetta er ekkert einfalt.“ Marokkómenn gengu hart fram og fengu þrjú rauð spjöld fyrir ruddabrot í leiknum í kvöld. „Ég er bara fegnastur að enginn skyldi slasa sig, af okkar leikmönnum. Þetta var hroðalega grófur leikur af þeirra hálfu. Ég bara feginn að enginn hafi meiðst,“ sagði Guðmundur. Stöðug vörn Þjálfarinn vildi sjá íslenska liðið skora meira úr hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við erum með tiltölulega stöðuga vörn og verðum að gera það áfram. Sóknin hefur yfirleitt gengið mjög vel en auðvitað verða andstæðingarnir í milliriðli öðruvísi. En við þurfum að skora meira úr hröðum upphlaupum. Mér finnst vanta nokkur mörk þar í dag. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Guðmundur. Mjög gaman að sjá Donna hamra boltann upp í skeytin Hann kvaðst ánægður með framlag íslensku skyttanna í leiknum í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt og þetta er að dreifast vel. Við erum að fá mörk fyrir utan. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] setti tvö upp í vinkilinn. Það var sérstaklega ánægjulegt. Við stilltum upp fyrir hann í leikkerfinu. Það var mjög gaman að sjá hann hamra boltann upp í skeytin,“ sagði Guðmundur að lokum. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
„Þetta var nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég vissi að þetta yrði erfitt og það myndi taka okkur tíma að komast inn í leikinn og finna jafnvægi í sóknarleiknum. Það tók okkur smá tíma að hrista þetta af okkur en eftir það gekk þetta frábærlega í fyrri hálfleik. Við opnuðum þá ítrekað mjög vel,“ sagði Guðmundur við RÚV eftir leikinn. „Hvað vörnina varðar var þetta svipað og ég bjóst við. Þeir spila óvenjuleg leikkerfi og það er ofboðslegur hraði á þeim. Þetta er ekkert einfalt.“ Marokkómenn gengu hart fram og fengu þrjú rauð spjöld fyrir ruddabrot í leiknum í kvöld. „Ég er bara fegnastur að enginn skyldi slasa sig, af okkar leikmönnum. Þetta var hroðalega grófur leikur af þeirra hálfu. Ég bara feginn að enginn hafi meiðst,“ sagði Guðmundur. Stöðug vörn Þjálfarinn vildi sjá íslenska liðið skora meira úr hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við erum með tiltölulega stöðuga vörn og verðum að gera það áfram. Sóknin hefur yfirleitt gengið mjög vel en auðvitað verða andstæðingarnir í milliriðli öðruvísi. En við þurfum að skora meira úr hröðum upphlaupum. Mér finnst vanta nokkur mörk þar í dag. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Guðmundur. Mjög gaman að sjá Donna hamra boltann upp í skeytin Hann kvaðst ánægður með framlag íslensku skyttanna í leiknum í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt og þetta er að dreifast vel. Við erum að fá mörk fyrir utan. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] setti tvö upp í vinkilinn. Það var sérstaklega ánægjulegt. Við stilltum upp fyrir hann í leikkerfinu. Það var mjög gaman að sjá hann hamra boltann upp í skeytin,“ sagði Guðmundur að lokum.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28
Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10
Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08