„Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 21:50 Viggó Kristjánsson var valinn maður leiksins gegn Marokkó og var vel að því kominn. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld. „Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó. HM 2021 í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira