Clattenburg: Hann flautaði of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 11:31 Sadio Mane var sloppinn einn í gegn eftir frábæra sendingu Thiago þegar dómarinn flautaði til hálfleiks. Getty/Andrew Powell/ Umdeildasta flautið í stórleik Liverpool og Manchester United var eflaust þegar Paul Tierney flautaði til hálfleiks þegar framherji Liverpool var að sleppa í gegnum vörn United. Liverpool hefur ekki gengið vel að skapa sér færi að undanförnu og því var það svekkjandi fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins þegar algjört dauðafæri var tekið af Sadio Mane í markalausa jafnteflinu á móti Manchester United á Anfield um helgina. Mark Clattenburg, fyrrum afburðardómari í ensku úrvalsdeildinni og hjá FIFA, hefur nú gefið út sinn dóm á ákvörðun fyrrum kollega síns. Former Premier League referee Mark Clattenburg has admitted play shouldn't have been stopped early, but he knows why it was... https://t.co/5uX9QWmneO— SPORTbible (@sportbible) January 19, 2021 Clattenburg tók atvikið fyrir í dómarapistli sínum í Daily Mail. Hann viðurkennir þar að dómarinn hafi flautað of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United. Paul Tierney bætti að minnsta kosti einni mínútu við fyrri hálfleikinn en flautaði af þegar 45:54 voru á klukkunni. Þá hafði Thiago átt frábæra sendingu inn fyrir á Sadio Mane sem var sloppinn í gegnum vörn Manchester United. Sadio Mane was onside and through on goal... and then the referee decided to blow for half time! With five seconds left on the clock... https://t.co/35h6xRynUR— SPORTbible (@sportbible) January 17, 2021 „Hann vildi enda leikinn þegar boltinn var á hlutlausum stað eins og vaninn er hjá dómurum,“ byrjaði Mark Clattenburg en hélt svo áfram: „Vandamálið var það að á sekúndubroti hafði Liverpool liðið spilað boltanum inn fyrir og Sadio Mane var sloppinn i gegn. Tierney hefði átt að bíða þar til öll uppbótarmínútan var liðin,“ skrifaði Clattenburg. „Það hjálpaði honum að Mane og varnarmaðurinn Victor Lindelof hættu þá að spila þannig að við vitum ekki hvað hefði gerst. Ég vil samt ekki gagnrýna Tierney fyrir þetta atvik. Hann átti mjög góðan leik. Það er bara synd að það var ekki meiri ákefð í leiknum,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg explains what Paul Tierney should have done with early Sadio Mane whistlehttps://t.co/7FBAylq2ZL— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 18, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi flautið eftir leikinn og sagði að leikmenn liðsins hafi ekki verið ánægðir. „Eins og þú getur ímyndað þér þá vorum við ekki sáttir við þetta,“ sagði Jordan Henderson. „Furðulegt, mjög furðulegt. Hann var sloppinn í gegn ef hann hefði ekki flautað. Það var nægur tími eftir af leiknum fyrir okkur til að skora mark en okkur skorti gæði á síðasta þriðjungnum,“ sagði Henderson. Enski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Liverpool hefur ekki gengið vel að skapa sér færi að undanförnu og því var það svekkjandi fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins þegar algjört dauðafæri var tekið af Sadio Mane í markalausa jafnteflinu á móti Manchester United á Anfield um helgina. Mark Clattenburg, fyrrum afburðardómari í ensku úrvalsdeildinni og hjá FIFA, hefur nú gefið út sinn dóm á ákvörðun fyrrum kollega síns. Former Premier League referee Mark Clattenburg has admitted play shouldn't have been stopped early, but he knows why it was... https://t.co/5uX9QWmneO— SPORTbible (@sportbible) January 19, 2021 Clattenburg tók atvikið fyrir í dómarapistli sínum í Daily Mail. Hann viðurkennir þar að dómarinn hafi flautað of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United. Paul Tierney bætti að minnsta kosti einni mínútu við fyrri hálfleikinn en flautaði af þegar 45:54 voru á klukkunni. Þá hafði Thiago átt frábæra sendingu inn fyrir á Sadio Mane sem var sloppinn í gegnum vörn Manchester United. Sadio Mane was onside and through on goal... and then the referee decided to blow for half time! With five seconds left on the clock... https://t.co/35h6xRynUR— SPORTbible (@sportbible) January 17, 2021 „Hann vildi enda leikinn þegar boltinn var á hlutlausum stað eins og vaninn er hjá dómurum,“ byrjaði Mark Clattenburg en hélt svo áfram: „Vandamálið var það að á sekúndubroti hafði Liverpool liðið spilað boltanum inn fyrir og Sadio Mane var sloppinn i gegn. Tierney hefði átt að bíða þar til öll uppbótarmínútan var liðin,“ skrifaði Clattenburg. „Það hjálpaði honum að Mane og varnarmaðurinn Victor Lindelof hættu þá að spila þannig að við vitum ekki hvað hefði gerst. Ég vil samt ekki gagnrýna Tierney fyrir þetta atvik. Hann átti mjög góðan leik. Það er bara synd að það var ekki meiri ákefð í leiknum,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg explains what Paul Tierney should have done with early Sadio Mane whistlehttps://t.co/7FBAylq2ZL— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 18, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi flautið eftir leikinn og sagði að leikmenn liðsins hafi ekki verið ánægðir. „Eins og þú getur ímyndað þér þá vorum við ekki sáttir við þetta,“ sagði Jordan Henderson. „Furðulegt, mjög furðulegt. Hann var sloppinn í gegn ef hann hefði ekki flautað. Það var nægur tími eftir af leiknum fyrir okkur til að skora mark en okkur skorti gæði á síðasta þriðjungnum,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira