Blær Ástríkur, áður Ásdís Jenna, er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2021 09:17 Blær Ástríkur ásamt eftirlifandi eiginmanni sínum. Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag. Blær fæddist árið 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Blær var heyrnarskertur og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi til þess að hann gat hvorki stjórnað höndum né fótum. Hann þurfti því alla tíð að nota hjólastól. Tækni nútímans gerði honum lífið léttara á marga lund, svo sem að flytja mál sitt á opinberum vettvangi. Blær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku, og bjó þar í landi með foreldrum sínum fyrstu tíu árin. Blær nam seinna táknmálsfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-námi í faginu. Þá las Blær á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk ræða. Hann barðist til að mynda sjálfur fyrir því að fá túlk til að geta hafið nám við Háskólann í Reykjavík. Blær skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess sem hann sinnti kveðskap. Sendi Blær meðal annars frá sér ljóðabókina Ég hugsa eins og þið árið 1990. Eftirlifandi eiginmaður Blæs er Kevin Kristófer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður, sem er níu ára gamall. Blær, þá Ásdís Jenna, og Kevin voru til viðtals í Ísland í dag árið 2011 um ferlið við að eignast barn. Fréttin hefur verið uppfærð og endurskrifuð í ljósi vilja Blæs Ástríks að fólk talaði um sig í karlkyni. Andlát Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Blær fæddist árið 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Blær var heyrnarskertur og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi til þess að hann gat hvorki stjórnað höndum né fótum. Hann þurfti því alla tíð að nota hjólastól. Tækni nútímans gerði honum lífið léttara á marga lund, svo sem að flytja mál sitt á opinberum vettvangi. Blær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku, og bjó þar í landi með foreldrum sínum fyrstu tíu árin. Blær nam seinna táknmálsfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-námi í faginu. Þá las Blær á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk ræða. Hann barðist til að mynda sjálfur fyrir því að fá túlk til að geta hafið nám við Háskólann í Reykjavík. Blær skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess sem hann sinnti kveðskap. Sendi Blær meðal annars frá sér ljóðabókina Ég hugsa eins og þið árið 1990. Eftirlifandi eiginmaður Blæs er Kevin Kristófer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður, sem er níu ára gamall. Blær, þá Ásdís Jenna, og Kevin voru til viðtals í Ísland í dag árið 2011 um ferlið við að eignast barn. Fréttin hefur verið uppfærð og endurskrifuð í ljósi vilja Blæs Ástríks að fólk talaði um sig í karlkyni.
Andlát Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira