Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2021 14:23 Í mörgum tilvikum þróuðust veikindin mjög hratt. Unsplash/Cristian Newman Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. Samkvæmt Guardian bar sum dauðsfallanna svo brátt að, að starfsmönnum gafst ekki ráðrúm til að veita sjúklingum líknarhjálp eða gera aðstandendum kleift að kveðja. Hópsmitið á Old Hall hjúkrunarheimilinu í Halton Holegate kom fyrst upp 16. nóvember og stóð yfir í um sex vikur. „Allir íbúarnir 27 greindust á sama tíma og tuttugu af 28 starfsmönnum. Þetta var hræðilegt; við misstum átján íbúa,“ segir framkvæmdastjórinn Diane Vale. Tveir starfsmannanna veiktust svo illa að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús og annar er enn í veikindaleyfi. Ráðstafanir á hjúkrunarheimilinu með tillit til Covid-19 voru metnar góðar í lok nóvember en þá hafði hluti starfsmanna flutt inn til að draga úr smithættu. 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19 Dauðsföllum á hjúkrunarheimilum í Englandi fjölgaði um nærri þriðjung á þremur vikum fyrir 10. janúar en Guardian sagði frá því fyrr í mánuðinum að þrettán af 27 íbúum Edendale Lodge hjúkrunarheimilisins í Austur-Sussex hefðu látist frá 13. desember. 23.916 íbúar hjúkrunarheimila á Bretlandseyjum höfðu látist sökum Covid-19 hinn 1. janúar síðastliðinn. Um er að ræða bæði staðfestar greiningar og tilvik þar sem grunur leikur á um smit. Um er að ræða 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19. Að sögn Vale var ekki hægt að greina það á einkennum að faraldur væri að brjótast út á heimilinu; enginn hiti eða viðvarandi hósti. Hún segir harmleikinn hafa komið afar illa við starfsfólkið, bæði tilfinningalega og andlega. Í mörgum tilvikum þróuðust veikindin mjög hratt. „Við töluðum við lækna dags daglega en í mörgum tilvikum voru engin merki um að andlát væri yfirvofandi. Einn kona át fulla skál af graut í morgunmat, át hádegismat og dó svo daginn eftir. Sum dauðsfallanna bar enn hraðar að.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Samkvæmt Guardian bar sum dauðsfallanna svo brátt að, að starfsmönnum gafst ekki ráðrúm til að veita sjúklingum líknarhjálp eða gera aðstandendum kleift að kveðja. Hópsmitið á Old Hall hjúkrunarheimilinu í Halton Holegate kom fyrst upp 16. nóvember og stóð yfir í um sex vikur. „Allir íbúarnir 27 greindust á sama tíma og tuttugu af 28 starfsmönnum. Þetta var hræðilegt; við misstum átján íbúa,“ segir framkvæmdastjórinn Diane Vale. Tveir starfsmannanna veiktust svo illa að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús og annar er enn í veikindaleyfi. Ráðstafanir á hjúkrunarheimilinu með tillit til Covid-19 voru metnar góðar í lok nóvember en þá hafði hluti starfsmanna flutt inn til að draga úr smithættu. 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19 Dauðsföllum á hjúkrunarheimilum í Englandi fjölgaði um nærri þriðjung á þremur vikum fyrir 10. janúar en Guardian sagði frá því fyrr í mánuðinum að þrettán af 27 íbúum Edendale Lodge hjúkrunarheimilisins í Austur-Sussex hefðu látist frá 13. desember. 23.916 íbúar hjúkrunarheimila á Bretlandseyjum höfðu látist sökum Covid-19 hinn 1. janúar síðastliðinn. Um er að ræða bæði staðfestar greiningar og tilvik þar sem grunur leikur á um smit. Um er að ræða 31 prósent allra dauðsfalla vegna Covid-19. Að sögn Vale var ekki hægt að greina það á einkennum að faraldur væri að brjótast út á heimilinu; enginn hiti eða viðvarandi hósti. Hún segir harmleikinn hafa komið afar illa við starfsfólkið, bæði tilfinningalega og andlega. Í mörgum tilvikum þróuðust veikindin mjög hratt. „Við töluðum við lækna dags daglega en í mörgum tilvikum voru engin merki um að andlát væri yfirvofandi. Einn kona át fulla skál af graut í morgunmat, át hádegismat og dó svo daginn eftir. Sum dauðsfallanna bar enn hraðar að.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira