„Ekkert gruggugt í gangi“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 16:47 Aron Pálmarsson lék með Barcelona í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu en glímir við hnémeiðsli sem urðu til þess að hann fór ekki á HM. Getty/Frank Molter „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. Svensson, sem er markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Staffan Olsson og Amöndu Alm á sunnudag að læknir íslenska landsliðsins hefði ekki fengið að skoða Aron áður en útilokað var að hann gæti spilað á HM. Svensson sagði allt mjög sérstakt varðandi meiðslin því Aron hefði getað spilað með Barcelona í Meistaradeild Evrópu á milli jóla og nýárs, og að „eitthvað passaði ekki“ í þessu máli. Svensson baðst svo afsökunar á ummælum sínum í yfirlýsingu sem HSÍ sendi frá sér þar sem áréttað var að læknir íslenska landsliðsins hefði svo sannarlega fengið að kanna meiðsli Arons. Hann hefði reynst meiddur á hné og óleikfær. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja að vakna við þetta í gær. Hann [Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til. Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ sagði Aron við RÚV í dag. „Mjög erfitt að sitja undir slíku“ Aron sagði Brynjólf Jónsson, lækni landsliðsins, hafa séð um skoðunina: „Binni læknir er búinn að vera inn í þessu síðan þetta gerðist. Hann er búinn að vera í samskiptum við læknana úti [hjá Barcelona], við mig. Svo flýg ég heim daginn eftir „Final Four“ og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta var í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron við RÚV. Aron lýsti því yfir í nóvember að hann teldi réttast að aflýsa HM vegna heimsfaraldursins. Aðspurður hvernig væri að sitja undir sögusögnum þess efnis að hann hefði hreinlega ekki nennt á mótið, eða eitthvað slíkt, svaraði Aron: „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg. Þannig auðvitað er það leiðinlegt. Ég reyni nú lítið að pæla í því en svo fyllist mælirinn og maður þarf að láta í sér heyra, og bara í rauninni taka burt allan misskilning og segja þetta bara eins og það er,“ sagði Aron. HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Svensson, sem er markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Staffan Olsson og Amöndu Alm á sunnudag að læknir íslenska landsliðsins hefði ekki fengið að skoða Aron áður en útilokað var að hann gæti spilað á HM. Svensson sagði allt mjög sérstakt varðandi meiðslin því Aron hefði getað spilað með Barcelona í Meistaradeild Evrópu á milli jóla og nýárs, og að „eitthvað passaði ekki“ í þessu máli. Svensson baðst svo afsökunar á ummælum sínum í yfirlýsingu sem HSÍ sendi frá sér þar sem áréttað var að læknir íslenska landsliðsins hefði svo sannarlega fengið að kanna meiðsli Arons. Hann hefði reynst meiddur á hné og óleikfær. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja að vakna við þetta í gær. Hann [Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til. Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ sagði Aron við RÚV í dag. „Mjög erfitt að sitja undir slíku“ Aron sagði Brynjólf Jónsson, lækni landsliðsins, hafa séð um skoðunina: „Binni læknir er búinn að vera inn í þessu síðan þetta gerðist. Hann er búinn að vera í samskiptum við læknana úti [hjá Barcelona], við mig. Svo flýg ég heim daginn eftir „Final Four“ og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta var í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron við RÚV. Aron lýsti því yfir í nóvember að hann teldi réttast að aflýsa HM vegna heimsfaraldursins. Aðspurður hvernig væri að sitja undir sögusögnum þess efnis að hann hefði hreinlega ekki nennt á mótið, eða eitthvað slíkt, svaraði Aron: „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg. Þannig auðvitað er það leiðinlegt. Ég reyni nú lítið að pæla í því en svo fyllist mælirinn og maður þarf að láta í sér heyra, og bara í rauninni taka burt allan misskilning og segja þetta bara eins og það er,“ sagði Aron.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira