Grunur um fleiri mál þar sem börn fá greitt fyrir nektarmyndir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 18:18 Ævar Pálmi Pálmason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þrjú til sex mál fullorðinna einstaklinga sem greiða fyrir nektarmyndir af börnum til rannsóknar hjá embættinu. Grunur sé um fleiri mál af sama toga. Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira