Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:01 Tomas Svensson og íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Samsett/Getty&Vilhelm Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar HM 2021 í handbolta Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar
HM 2021 í handbolta Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira