„Stór mistök að fara frá Everton“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2021 14:01 Bjarni Þór Viðarsson var í fjögur ár hjá Everton. getty/David Rogers Bjarni Þór Viðarsson segir að það hafi verið mistök hjá sér að fara frá Everton 2008. Hann var í viðtali í leikskrá Everton á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um tíma sinn hjá félaginu og vonbrigðin að hafa ekki náð að spila með félögum sínum úr gullkynslóðinni svokölluðu í A-landsliðinu. Bjarni var fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem komst á EM 2011. Í því voru leikmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson sem áttu seinna eftir að vera í lykilhlutverkum í frábærum árangri A-landsliðsins. Bjarni spilaði hins vegar aðeins einn A-landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi 2008. „Mig dreymdi um að verða fyrirliði gullkynslóðarinnar þegar við þroskuðumst saman. En meiðsli og ýmislegt annað setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni. „Ef ég á að vera heiðarlegur var erfitt að horfa upp á félaga sína í U-21 árs landsliðinu í A-landsliðinu. En þessir leikmenn hafa talað um hvað ég gerði fyrir þetta lið og þessa kynslóð. Aron Einar gerði það í ævisögunni sinni. Ég reyni að líta jákvæðum augum á þetta því ég veit að ég átti þátt í að breyta íslenskri fótboltasögu.“ Upp með sér yfir áhuganum Bjarni var sextán ára þegar hann gekk í raðir Everton 2004. Hafnfirðingurinn var hjá Everton til 2008 og lék einn leik með aðalliði félagsins, gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni. Félög á borð við Bayern München og Anderlecht höfðu áhuga á Bjarna en hann valdi Everton. „Þetta er stórt félag á heimsvísu og ég var upp með mér og ánægður ungur drengur,“ sagði Bjarni. „Það var fyrst í stað skrítið að flytja erlendis. Ég var í hálfgerðri „búbblu“ hérna heima og allir voru svo nánir.“ Bjarni fór á lán til Bournemouth 2007 og segir að það hafi gert sér gott. „Ég þurfti að bæta fullt. Ég var ekki nógu sterkur, þurfti að auka þolið og bæta verri fótinn [þann hægri]. Að spila fyrir Bournemouth, þar sem þú varst látinn vita ef þú stóðst þig ekki, var gott fyrir mig,“ sagði Bjarni. Rangt að fara til Hollands Þeir David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, voru ekki sammála um hvert hann ætti að fara á lán 2008. Moyes benti Bjarna á að fara til Motherwell í Skotlandi en hann valdi Twente í Hollandi, þar sem bróðir hans, Arnar Þór, lék. Hann gekk svo endanlega í raðir hollenska félagsins vorið 2008. „Þjálfarinn og stjórnin hjá Twente voru með áætlun sem leit mjög vel út og hljómaði vel. En það sem þeir lofuðu stóðst ekki,“ sagði Bjarni. „Það voru mistök að fara frá Bretlandi því hollenski boltinn er allt öðruvísi og það voru stór mistök að fara frá Everton. Ég hélt að það væri réttast að fara til Hollands á lán en svo var ekki.“ Arteta bestur Bjarni æfði með aðalliði Everton og segir að Mikel Arteta, núverandi stjóri Arsenal, hafi staðið þar upp úr. „Ég lærði af Mikel Arteta, Lee Carsley og Leon Osman. Hreyfingarnar og tæknin hjá Mikel voru ótrúlegar. Hann var svakalega góður og sá besti sem ég æfði með,“ sagði Bjarni. Lesa má allt viðtalið við Bjarna með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Bjarni var fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem komst á EM 2011. Í því voru leikmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson sem áttu seinna eftir að vera í lykilhlutverkum í frábærum árangri A-landsliðsins. Bjarni spilaði hins vegar aðeins einn A-landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi 2008. „Mig dreymdi um að verða fyrirliði gullkynslóðarinnar þegar við þroskuðumst saman. En meiðsli og ýmislegt annað setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni. „Ef ég á að vera heiðarlegur var erfitt að horfa upp á félaga sína í U-21 árs landsliðinu í A-landsliðinu. En þessir leikmenn hafa talað um hvað ég gerði fyrir þetta lið og þessa kynslóð. Aron Einar gerði það í ævisögunni sinni. Ég reyni að líta jákvæðum augum á þetta því ég veit að ég átti þátt í að breyta íslenskri fótboltasögu.“ Upp með sér yfir áhuganum Bjarni var sextán ára þegar hann gekk í raðir Everton 2004. Hafnfirðingurinn var hjá Everton til 2008 og lék einn leik með aðalliði félagsins, gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni. Félög á borð við Bayern München og Anderlecht höfðu áhuga á Bjarna en hann valdi Everton. „Þetta er stórt félag á heimsvísu og ég var upp með mér og ánægður ungur drengur,“ sagði Bjarni. „Það var fyrst í stað skrítið að flytja erlendis. Ég var í hálfgerðri „búbblu“ hérna heima og allir voru svo nánir.“ Bjarni fór á lán til Bournemouth 2007 og segir að það hafi gert sér gott. „Ég þurfti að bæta fullt. Ég var ekki nógu sterkur, þurfti að auka þolið og bæta verri fótinn [þann hægri]. Að spila fyrir Bournemouth, þar sem þú varst látinn vita ef þú stóðst þig ekki, var gott fyrir mig,“ sagði Bjarni. Rangt að fara til Hollands Þeir David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, voru ekki sammála um hvert hann ætti að fara á lán 2008. Moyes benti Bjarna á að fara til Motherwell í Skotlandi en hann valdi Twente í Hollandi, þar sem bróðir hans, Arnar Þór, lék. Hann gekk svo endanlega í raðir hollenska félagsins vorið 2008. „Þjálfarinn og stjórnin hjá Twente voru með áætlun sem leit mjög vel út og hljómaði vel. En það sem þeir lofuðu stóðst ekki,“ sagði Bjarni. „Það voru mistök að fara frá Bretlandi því hollenski boltinn er allt öðruvísi og það voru stór mistök að fara frá Everton. Ég hélt að það væri réttast að fara til Hollands á lán en svo var ekki.“ Arteta bestur Bjarni æfði með aðalliði Everton og segir að Mikel Arteta, núverandi stjóri Arsenal, hafi staðið þar upp úr. „Ég lærði af Mikel Arteta, Lee Carsley og Leon Osman. Hreyfingarnar og tæknin hjá Mikel voru ótrúlegar. Hann var svakalega góður og sá besti sem ég æfði með,“ sagði Bjarni. Lesa má allt viðtalið við Bjarna með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira