Bæði eitt versta og besta ár lífsins Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 07:01 Bolli er stóran hluta ársins í Japan. Bolli Thoroddsen heillaðist af Japan og rekur þar fyrirtækið Takanawa og dvelur þar langtímum en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann fór fyrst út til Japans árið 1995 en þá var hann fjórtán ára gamall og fékk ferðina í fermingargjöf frá móður sinni. „Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp