Hundruð viðbótarskammta með tilkomu betri sprautna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2021 13:53 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er að vonum himinlifandi með nýju sprauturnar. Vísir/Sigurjón Nýjar sprautur gera það að verkum að hægt verður að ná aukaskammti upp úr hverju bóluefnaglasi sem kemur til landsins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir nýju sprauturnar tryggja að ekki einn einasti dropi fari til spillis. Við bætast því um 440 skammtar aukalega miðað við það efni sem komið var til landsins og hefur verið notað. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við erum að ná sjötta skammtinum upp úr hverju glasi með þessum nýja búnaði,“ segir Ragnheiður hæstánægð með nýju sprauturnar sem fylgja nú bóluefninu við dreifingu. Því ættu hjúkrunarfræðingar um allt land að geta í framhaldinu fullnýtt hvern einasta dropa úr glösunum þegar bóluefni berst til landsins. Um er að ræða svokallaðar „dead volume“ sprautur sem skila hverjum einasta dropa úr sprautunni. Áður hafi að sögn Ragnheiðar alltaf þurft að draga smá umframmagn í sprautuna því smá efni varð eftir í sprautunni og nálinni. Ragnheiður segir að bólusetningu hafa verið í gangi í morgun og áfram fram eftir degi. Fókusinn sé á dagdvalir, dagþjálfanir og gamla fólkið í heimahjúkrun. Aldraðir og hrumir sem komist lítið sjálfir og eru bólusettir í heimahúsum. Fólk á hjúkrunarheimilum sé þessa dagana að fá seinni sprautuna sína en dagdvalir og fólk í heimahjúkrun sína fyrstu. Á föstudaginn verður kortlagt hvert nýju skammtanir fara og áfram miðað við forgangsröð eins og hún er skilgreind hjá heilbrigðisráðuneytinu. Sjötíu ára og eldri eru næstir á dagskrá. Opnaður hefur verið vefurinn boluefni.is þar sem hægt er að fylgjast með framgangi bólusetningar hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Við bætast því um 440 skammtar aukalega miðað við það efni sem komið var til landsins og hefur verið notað. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við erum að ná sjötta skammtinum upp úr hverju glasi með þessum nýja búnaði,“ segir Ragnheiður hæstánægð með nýju sprauturnar sem fylgja nú bóluefninu við dreifingu. Því ættu hjúkrunarfræðingar um allt land að geta í framhaldinu fullnýtt hvern einasta dropa úr glösunum þegar bóluefni berst til landsins. Um er að ræða svokallaðar „dead volume“ sprautur sem skila hverjum einasta dropa úr sprautunni. Áður hafi að sögn Ragnheiðar alltaf þurft að draga smá umframmagn í sprautuna því smá efni varð eftir í sprautunni og nálinni. Ragnheiður segir að bólusetningu hafa verið í gangi í morgun og áfram fram eftir degi. Fókusinn sé á dagdvalir, dagþjálfanir og gamla fólkið í heimahjúkrun. Aldraðir og hrumir sem komist lítið sjálfir og eru bólusettir í heimahúsum. Fólk á hjúkrunarheimilum sé þessa dagana að fá seinni sprautuna sína en dagdvalir og fólk í heimahjúkrun sína fyrstu. Á föstudaginn verður kortlagt hvert nýju skammtanir fara og áfram miðað við forgangsröð eins og hún er skilgreind hjá heilbrigðisráðuneytinu. Sjötíu ára og eldri eru næstir á dagskrá. Opnaður hefur verið vefurinn boluefni.is þar sem hægt er að fylgjast með framgangi bólusetningar hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30