Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2021 14:26 Ýmsir ráku upp stór augu þegar Jökull Sólberg tilkynnti um ákvörðun sína. Ljóst er að hugmyndafræðileg átök verða spennandi nú á kosningaári. S2 Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi í sjálfu sér nema Jökull er náskyldur Hreiðari Má Sigurðarsyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings, systursonur, sem sannarlega hlýtur að teljast eitt andlit hinna svokölluðu nýfrjálshyggju. Ef horft er til þess má ljóst vera að hugmyndafræðileg átök eru nú veruleg og um víðan völl. Jökull hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, er einn stofnenda Planitor og Takumi International ltd en starfaði áður sem forritari og vörustjóri QuizUp. Þá hefur Jökull úti fréttabréfinu Reykjavik Mobility auk þess sem Stundin hefur birt greinar hans. Jökull ritar eftirtektarverðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann tilkynnir um þessa ákvörðun sína en flokkarnir eru nú í óða önn við að skipuleggja sig fyrir komandi Alþingiskosningar. „Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir eiginlega ekki neitt annað. Þessi hugmyndafræði um að stjórnmál séu gamaldags og að „frjáls markaður“ gæti hagsmuna allra ef hann er óáreittur. Að það sé „óeðlilegt“ að stjórnvöld skipti sér af. Að það sé best fyrir hvern og einn að ná sínu fram með því að koma sér í mjúkinn hjá auðvaldinu, læra af þeim, herma eftir þeim og verða „þeir“.“ Fyrirtækjaflokkar eigi ekki erindi á Alþingi Jökull segist einn þeirra heppnu í hópi þeirra heppnustu á þessu horni úti á hafi, sem hafi það betra en svo margir. „En ég er farinn að skilja samhengið betur. Annars vegar hef ég áttað mig á því hversu fátækleg og skaðleg hugmyndafræði hægrisins er og hinsvegar hversu mikilvægir sigrar voru unnir á vakt félagshyggjuafla á síðustu öld. Þaðan koma lífsgæðin sem mestu skipta.“ Jökull hefur verið ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur talað fyrir rafhlaupahjólum sem hann telur að komi í stað bíls númer tvö hjá mörgum fjölskyldum. Nadine Guðrún Yagi ræddi við Jökul fyrir Stöð 2 2019. Og Jökull heldur áfram að gagnrýna hægrið: „Stjórnmálaflokkar sem þjóna fyrst og fremst fyrirtækjum eiga ekki erindi á Alþingi. Stjórnmál eiga að snúast um fólk, fjölskyldur, heimili, samfélög og umhverfi. Fyrirtækin munu áfram spjara sig þegar vinstrið hefur aftur tekið völdin og ég vorkenni ekki einum einasta stjórnanda eða frumkvöðli þó við fáum öfluga vinstri stjórn. Ef það er eitthvað sem atvinnulífið þarf á að halda í dag þá er það vinstri stjórn sem hugsar lengra fram í tímann og skaffar heilbrigðara starfsfólk sem er ekki að drepast úr kvíða og álagi.“ Hef ákveðið að ganga í Sósíalistaflokkinn. Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir...Posted by Jökull Sólberg Auðunsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Og hann beinir orðum sínum til þeirra sem hann kallar „fence sitters out there“ og segist vilja fá þá í lið með Sósíalistum. Frjálshyggjumönnum brugðið Víst er að ræða Jökuls sem og ákvörðun kemur flatt upp á frjálshyggjumenn. Ásgeir Ingvarsson blaðamaður getur ekki leynt vonbrigðum sínum en hann segist hafa fylgst með Jökli frá því hann tók við hann viðtal um Takumi 2016. „Hef fylgst með þér síðan þá enda virkarðu á mig sem afskaplega klár og frjór. Því kemur á óvart að þér þyki sósíalistar áhugaverður félagsskapur. Hefði einmitt haldið að reynslan úr frumkvöðlastarfi og fyrirtækjarekstri hefði sýnt þér hvernig afskipti ríkisins þvælast fyrir þeim sem vilja skapa verðmæti og störf.“ Ásgeir segist einnig hafa talið að snjall maður á borð við Jökul hefði nægjanlega djúpa þekkingu á sögunni og grunnatriðum hagfræðinnar til að sjá hve skaðleg hugmyndafræði vinstrisins hefur verið (og að það sem vinstrið hreykir sér af að hafa áorkað var yfirleitt ekki þeim að þakka). „Hlakka til að karpa við þig um þessi mál því sæmilega vel gefnir og viðræðuhæfir sósíalistar eru álíka sjaldgæfir og hvítir hrafnar.“ Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi í sjálfu sér nema Jökull er náskyldur Hreiðari Má Sigurðarsyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings, systursonur, sem sannarlega hlýtur að teljast eitt andlit hinna svokölluðu nýfrjálshyggju. Ef horft er til þess má ljóst vera að hugmyndafræðileg átök eru nú veruleg og um víðan völl. Jökull hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, er einn stofnenda Planitor og Takumi International ltd en starfaði áður sem forritari og vörustjóri QuizUp. Þá hefur Jökull úti fréttabréfinu Reykjavik Mobility auk þess sem Stundin hefur birt greinar hans. Jökull ritar eftirtektarverðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann tilkynnir um þessa ákvörðun sína en flokkarnir eru nú í óða önn við að skipuleggja sig fyrir komandi Alþingiskosningar. „Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir eiginlega ekki neitt annað. Þessi hugmyndafræði um að stjórnmál séu gamaldags og að „frjáls markaður“ gæti hagsmuna allra ef hann er óáreittur. Að það sé „óeðlilegt“ að stjórnvöld skipti sér af. Að það sé best fyrir hvern og einn að ná sínu fram með því að koma sér í mjúkinn hjá auðvaldinu, læra af þeim, herma eftir þeim og verða „þeir“.“ Fyrirtækjaflokkar eigi ekki erindi á Alþingi Jökull segist einn þeirra heppnu í hópi þeirra heppnustu á þessu horni úti á hafi, sem hafi það betra en svo margir. „En ég er farinn að skilja samhengið betur. Annars vegar hef ég áttað mig á því hversu fátækleg og skaðleg hugmyndafræði hægrisins er og hinsvegar hversu mikilvægir sigrar voru unnir á vakt félagshyggjuafla á síðustu öld. Þaðan koma lífsgæðin sem mestu skipta.“ Jökull hefur verið ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur talað fyrir rafhlaupahjólum sem hann telur að komi í stað bíls númer tvö hjá mörgum fjölskyldum. Nadine Guðrún Yagi ræddi við Jökul fyrir Stöð 2 2019. Og Jökull heldur áfram að gagnrýna hægrið: „Stjórnmálaflokkar sem þjóna fyrst og fremst fyrirtækjum eiga ekki erindi á Alþingi. Stjórnmál eiga að snúast um fólk, fjölskyldur, heimili, samfélög og umhverfi. Fyrirtækin munu áfram spjara sig þegar vinstrið hefur aftur tekið völdin og ég vorkenni ekki einum einasta stjórnanda eða frumkvöðli þó við fáum öfluga vinstri stjórn. Ef það er eitthvað sem atvinnulífið þarf á að halda í dag þá er það vinstri stjórn sem hugsar lengra fram í tímann og skaffar heilbrigðara starfsfólk sem er ekki að drepast úr kvíða og álagi.“ Hef ákveðið að ganga í Sósíalistaflokkinn. Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir...Posted by Jökull Sólberg Auðunsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Og hann beinir orðum sínum til þeirra sem hann kallar „fence sitters out there“ og segist vilja fá þá í lið með Sósíalistum. Frjálshyggjumönnum brugðið Víst er að ræða Jökuls sem og ákvörðun kemur flatt upp á frjálshyggjumenn. Ásgeir Ingvarsson blaðamaður getur ekki leynt vonbrigðum sínum en hann segist hafa fylgst með Jökli frá því hann tók við hann viðtal um Takumi 2016. „Hef fylgst með þér síðan þá enda virkarðu á mig sem afskaplega klár og frjór. Því kemur á óvart að þér þyki sósíalistar áhugaverður félagsskapur. Hefði einmitt haldið að reynslan úr frumkvöðlastarfi og fyrirtækjarekstri hefði sýnt þér hvernig afskipti ríkisins þvælast fyrir þeim sem vilja skapa verðmæti og störf.“ Ásgeir segist einnig hafa talið að snjall maður á borð við Jökul hefði nægjanlega djúpa þekkingu á sögunni og grunnatriðum hagfræðinnar til að sjá hve skaðleg hugmyndafræði vinstrisins hefur verið (og að það sem vinstrið hreykir sér af að hafa áorkað var yfirleitt ekki þeim að þakka). „Hlakka til að karpa við þig um þessi mál því sæmilega vel gefnir og viðræðuhæfir sósíalistar eru álíka sjaldgæfir og hvítir hrafnar.“
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira