Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er einnig á leiðinni og er í þessum skrifuðu orðum að ganga síðasta spölinn niður Pennsylvania-breiðgötu og að Hvíta húsinu. Það ríkir ekki minni eftirvænting fyrir embættistöku Harris en Biden, en hún er fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að gegna embætti varaforseta.
Fljótlega hefst einnig eins konar „rafræn skrúðganga“ sem sjónvarpað verður frá mörgum stöðum víðsvegar um Bandaríkin en athöfnin í dag hefur að mörgu leiti farið fram með óhefðbundnum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þá hefur öryggisgæslan í Washington DC verið gríðarleg í ljósi óeirðanna sem þar brutust út fyrir tveimur vikum þegar múgur braut sér leið inn í þinghúsið.
„Það má engan tíma missa þegar kemur að því að takast á við kreppuna sem blasir við okkur. Þess vegna held ég í dag á skrifstofu forseta til að koma mér strax að verki,“ skrifaði forsetinn Joe Biden á Twitter fyrr í kvöld.
There is no time to waste when it comes to tackling the crises we face. That's why today, I am heading to the Oval Office to get right to work delivering bold action and immediate relief for American families.
— President Biden (@POTUS) January 20, 2021