Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2021 23:23 Sæfarinn Píþeas er sagður hafa siglt frá grísku nýlendunni Massalíu og fundið óbyggða eyju norðan Bretlands í kringum árið 325 fyrir Krist. Stöð 2/Landnemarnir. Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. Í þáttunum Landnemarnir á Stöð 2 fyrir fimm árum fjölluðum við um Pýþeas sem sigldi frá Massalíu, nú Marseille, í kringum árið 325 fyrir Krist. Hann fann óbyggða eyju í norðri sem kölluð var Thule, tólfhundruð árum fyrir tíma Ingólfs Arnarsonar, en sagan var rifjuð upp í fréttum Stöðvar 2. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, sýnir forn handrit Íslendingasagna. Frásögn um Thule er í Landnámu.Stöð 2/Landnemarnir Í upphafi Landnámabókar er sagt frá arfsögninni um Ultima Thule, eða fjarlæga Thule: „Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað.“ Margar kenningar hafa birst um hvaða land átt er við en upphafleg frásögn Pýþeasar er glötuð og aðeins til í óljósum endursögnum. Ísland er þó oftast nefnt sem Thule en einnig Noregur, Færeyjar, Hjaltland og jafnvel Grænland. Frá Hornafirði. Þau fjöll sem líklegast er að sæfarar á leið frá Bretlandi hafi fyrst séð á Íslandi eru suðaustanlands.Friðrik Þór Halldórsson Á Árnastofnun var Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor ekki í vafa í Landnemaþáttunum: „Ég held að það sé ótvírætt að Thule sé Ísland,“ sagði Gísli í viðtali sem birtist fyrir fimm árum. Fréttamiðill um gríska arfleifð fagnar því að núna sé komin ný vísbending sem styður þá kenningu að það voru Grikkir sem fundu Ísland. Vitnað er í grein Andrews Breeze, sérfræðings í fornmálum, sem birt er í desemberútgáfu vísindaritsins The Housman Society Journal. Þar telur málvísindaprófessorinn að nafnið Thule sé misritun í endursögnum af frásögn Pýþeasar. Hann hafi nefnt landið Thymele, sem þýði altari í forngrísku. „Vandamálið er að orðið Thule, eða Thyle, þýðir ekkert,“ segir Dr. Andrew Breeze í viðtali við Greek Reporter og bendir á að sé orðið leiðrétt með því að bæta tveimur bókstöfum við, á milli tveggja atkvæða þess, fáist orðið Thymele. „Thymele þýðir „altari“ og var algengt orð í forngrísku,“ segir Breeze, sem er prófessor við háskólann í Pamplona á Spáni. Sæbrött fjöllin við suðurströnd Íslands hafi minnt grísku sæfarana á grísk altari. Pýþeas kunni að hafa séð reyk og ösku frá eldfjalli og þá verið hugsað til elds og gufu sem steig upp frá grísku altari. Hekla. Breski málvísindamaðurinn segir að Pýþeas og menn hans gætu hafa séð Heklu eða annað eldfjall gjósa. Það hafi minnt þá á eld og gufu frá grísku altari.Stöð 2 Til forna voru menn ekki vissir um hvaða land væri Thule og því festist það nafn aldrei við Ísland. En ef þessi kenning málvísindamannsins er rétt, að gríski sæfarinn Pýþeas hafi í raun nefnt landið Thymele, má velta því upp hvort það nafn hefði frekar fests við Ísland. Við værum þá ekki Íslendingar, heldur kannski Thymelingar. Og hvað ef norrænir menn hefðu svo tekið upp á því að þýða nafnið? Héti eyjan þá Altari og værum við þá Altarisbúar? Hægt er að nálgast alla þætti Landnemanna á Stöð 2+. Fjallað er um Thule í 2. þætti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt um nafngift Hrafna-Flóka má sjá hér: Frétt um nafngift Grænlands má sjá hér: Landnemarnir Handritasafn Árna Magnússonar Menning Íslensk fræði Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Í þáttunum Landnemarnir á Stöð 2 fyrir fimm árum fjölluðum við um Pýþeas sem sigldi frá Massalíu, nú Marseille, í kringum árið 325 fyrir Krist. Hann fann óbyggða eyju í norðri sem kölluð var Thule, tólfhundruð árum fyrir tíma Ingólfs Arnarsonar, en sagan var rifjuð upp í fréttum Stöðvar 2. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, sýnir forn handrit Íslendingasagna. Frásögn um Thule er í Landnámu.Stöð 2/Landnemarnir Í upphafi Landnámabókar er sagt frá arfsögninni um Ultima Thule, eða fjarlæga Thule: „Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað.“ Margar kenningar hafa birst um hvaða land átt er við en upphafleg frásögn Pýþeasar er glötuð og aðeins til í óljósum endursögnum. Ísland er þó oftast nefnt sem Thule en einnig Noregur, Færeyjar, Hjaltland og jafnvel Grænland. Frá Hornafirði. Þau fjöll sem líklegast er að sæfarar á leið frá Bretlandi hafi fyrst séð á Íslandi eru suðaustanlands.Friðrik Þór Halldórsson Á Árnastofnun var Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor ekki í vafa í Landnemaþáttunum: „Ég held að það sé ótvírætt að Thule sé Ísland,“ sagði Gísli í viðtali sem birtist fyrir fimm árum. Fréttamiðill um gríska arfleifð fagnar því að núna sé komin ný vísbending sem styður þá kenningu að það voru Grikkir sem fundu Ísland. Vitnað er í grein Andrews Breeze, sérfræðings í fornmálum, sem birt er í desemberútgáfu vísindaritsins The Housman Society Journal. Þar telur málvísindaprófessorinn að nafnið Thule sé misritun í endursögnum af frásögn Pýþeasar. Hann hafi nefnt landið Thymele, sem þýði altari í forngrísku. „Vandamálið er að orðið Thule, eða Thyle, þýðir ekkert,“ segir Dr. Andrew Breeze í viðtali við Greek Reporter og bendir á að sé orðið leiðrétt með því að bæta tveimur bókstöfum við, á milli tveggja atkvæða þess, fáist orðið Thymele. „Thymele þýðir „altari“ og var algengt orð í forngrísku,“ segir Breeze, sem er prófessor við háskólann í Pamplona á Spáni. Sæbrött fjöllin við suðurströnd Íslands hafi minnt grísku sæfarana á grísk altari. Pýþeas kunni að hafa séð reyk og ösku frá eldfjalli og þá verið hugsað til elds og gufu sem steig upp frá grísku altari. Hekla. Breski málvísindamaðurinn segir að Pýþeas og menn hans gætu hafa séð Heklu eða annað eldfjall gjósa. Það hafi minnt þá á eld og gufu frá grísku altari.Stöð 2 Til forna voru menn ekki vissir um hvaða land væri Thule og því festist það nafn aldrei við Ísland. En ef þessi kenning málvísindamannsins er rétt, að gríski sæfarinn Pýþeas hafi í raun nefnt landið Thymele, má velta því upp hvort það nafn hefði frekar fests við Ísland. Við værum þá ekki Íslendingar, heldur kannski Thymelingar. Og hvað ef norrænir menn hefðu svo tekið upp á því að þýða nafnið? Héti eyjan þá Altari og værum við þá Altarisbúar? Hægt er að nálgast alla þætti Landnemanna á Stöð 2+. Fjallað er um Thule í 2. þætti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt um nafngift Hrafna-Flóka má sjá hér: Frétt um nafngift Grænlands má sjá hér:
Landnemarnir Handritasafn Árna Magnússonar Menning Íslensk fræði Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira