Hannes Þór í viðtali við Variety: „Skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 10:30 Tökur á kvikmyndinni hófust á síðasta ári og er þeim nú lokið. @pegsus Kvikmyndamiðillinn þekkti Variety fjallar um kvikmyndina Leynilögga sem verður frumsýnd á þessu ári í kvikmyndahúsum hér á landi. Forsaga kvikmyndarinnar er sú að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Stiklan hjá Auðunni vakti mikla athygli og tíu árum seinna mun kvikmynd í fullri lengd koma út. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni og fjölmargir fleiri. Landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir Leynilöggunni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út fyrir um tíu árum. Variety lýsir Hannesi sem manninum sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Í grein Variety kemur fram að Leynilöggan verði til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. „Áhugi minn og metnaður hefur alltaf verið að færa mig í áttina að kvikmyndagerð,“ segir Hannes Þór í samtali við Variety. „Ég er enn knattspyrnumaður en þegar tækifærið kom að gera Leynilögguna varð ég að finna tíma og stökkva í djúpu laugina og ráðast í verkefnið.“ Hannes segir að það hafi staðið til að gera þessa kvikmynd í mörg ár. „Ég er mjög spenntur að ljúka við þetta verkefni og ég held að frumsýningarkvöldið verði skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM,“ segir Hannes en Pegasus framleiðir kvikmyndina Leynilögga. Bíó og sjónvarp Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Góðar gallabuxur og gen eða rasískir undirtónar? Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Sjá meira
Forsaga kvikmyndarinnar er sú að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Stiklan hjá Auðunni vakti mikla athygli og tíu árum seinna mun kvikmynd í fullri lengd koma út. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni og fjölmargir fleiri. Landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir Leynilöggunni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út fyrir um tíu árum. Variety lýsir Hannesi sem manninum sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Í grein Variety kemur fram að Leynilöggan verði til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. „Áhugi minn og metnaður hefur alltaf verið að færa mig í áttina að kvikmyndagerð,“ segir Hannes Þór í samtali við Variety. „Ég er enn knattspyrnumaður en þegar tækifærið kom að gera Leynilögguna varð ég að finna tíma og stökkva í djúpu laugina og ráðast í verkefnið.“ Hannes segir að það hafi staðið til að gera þessa kvikmynd í mörg ár. „Ég er mjög spenntur að ljúka við þetta verkefni og ég held að frumsýningarkvöldið verði skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM,“ segir Hannes en Pegasus framleiðir kvikmyndina Leynilögga.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Góðar gallabuxur og gen eða rasískir undirtónar? Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Sjá meira