Skáldið sem sló í gegn Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 10:57 Amanda Gorman á innsetningarathöfninni í gær. AP/Patrick Semansky Skáldið unga, Amanda Gorman, baslaði við að klára ljóðið „The Hill We Climb“, eða Hæðin sem við klífum, fyrir um tveimur vikum síðan. Hún hafði nýverið fengið tímamótaverkefni og óttaðist að valda því ekki. Sá ótti hennar reyndist ekki á rökum reistur. Gorman var alin upp í Los Angeles og fékk hún fljótt mikinn áhuga á ljóðum. Hún er 22 ára gömul, varð í gær yngsta manneskjan til að lesa ljóð á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna og hefur ljóð hennar og frammistaða vakið gífurlega lukku. Meðal annarra ljóðskálda sem hafa tekið þátt í eru Robert Frost og Maya Angelou. Hlusta má á flutning Gorman hér að neðan. Gorman fékk boð um að flytja ljóð á athöfninni í síðasta mánuði og komst að því að Jill Biden, forsetafrú, hefði heyrt hana flytja ljóð í fyrra og stungið upp á því að hún tæki þátt í athöfninni. Í samtali við New York Times segir Gorman að verkefninu hafi ekki fylgt skilyrði. Hún hefði fengið að skrifa það sem hún vildi. Hún segist hafi samið ljóðið yfir margra daga tímabil og bætt línum við hér og þar. Eftir þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, vakti hún langt fram á nótt og kláraði ljóðið. Þá bætti hún sérstaklega við kafla um „öfl sem vilji sundra þjóðinni frekar en að deila henni“. Hún segist ekki hafa viljað hunsa það sem Bandaríkjamenn hafi upplifað á undanförnum vikum og jafnvel árum en hafi viljað nota orð sín til að ímynda sér leið til að koma þjóðinni saman. Eins og áður segir vakti Gorman mikla athygli. Fylgjendum hennar á Instagram hefur til að mynda fjölgað úr nokkrum tugum þúsunda í rúmar tvær milljónir. Þá bárust henni kveðjur og hrós úr ýmsum áttum. Meðal ananrs bárust þær frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, Opruh Winfrey og Lin Manuel Miranda. On a day for the history books, @TheAmandaGorman delivered a poem that more than met the moment. Young people like her are proof that "there is always light, if only we're brave enough to see it; if only we're brave enough to be it." pic.twitter.com/mbywtvjtEH— Barack Obama (@BarackObama) January 20, 2021 I have never been prouder to see another young woman rise! Brava Brava, @TheAmandaGorman! Maya Angelou is cheering and so am I. pic.twitter.com/I5HLE0qbPs— Oprah Winfrey (@Oprah) January 20, 2021 YES @TheAmandaGorman!!! -LMM— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) January 20, 2021 Bandaríkin Joe Biden Ljóðlist Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Gorman var alin upp í Los Angeles og fékk hún fljótt mikinn áhuga á ljóðum. Hún er 22 ára gömul, varð í gær yngsta manneskjan til að lesa ljóð á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna og hefur ljóð hennar og frammistaða vakið gífurlega lukku. Meðal annarra ljóðskálda sem hafa tekið þátt í eru Robert Frost og Maya Angelou. Hlusta má á flutning Gorman hér að neðan. Gorman fékk boð um að flytja ljóð á athöfninni í síðasta mánuði og komst að því að Jill Biden, forsetafrú, hefði heyrt hana flytja ljóð í fyrra og stungið upp á því að hún tæki þátt í athöfninni. Í samtali við New York Times segir Gorman að verkefninu hafi ekki fylgt skilyrði. Hún hefði fengið að skrifa það sem hún vildi. Hún segist hafi samið ljóðið yfir margra daga tímabil og bætt línum við hér og þar. Eftir þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, vakti hún langt fram á nótt og kláraði ljóðið. Þá bætti hún sérstaklega við kafla um „öfl sem vilji sundra þjóðinni frekar en að deila henni“. Hún segist ekki hafa viljað hunsa það sem Bandaríkjamenn hafi upplifað á undanförnum vikum og jafnvel árum en hafi viljað nota orð sín til að ímynda sér leið til að koma þjóðinni saman. Eins og áður segir vakti Gorman mikla athygli. Fylgjendum hennar á Instagram hefur til að mynda fjölgað úr nokkrum tugum þúsunda í rúmar tvær milljónir. Þá bárust henni kveðjur og hrós úr ýmsum áttum. Meðal ananrs bárust þær frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, Opruh Winfrey og Lin Manuel Miranda. On a day for the history books, @TheAmandaGorman delivered a poem that more than met the moment. Young people like her are proof that "there is always light, if only we're brave enough to see it; if only we're brave enough to be it." pic.twitter.com/mbywtvjtEH— Barack Obama (@BarackObama) January 20, 2021 I have never been prouder to see another young woman rise! Brava Brava, @TheAmandaGorman! Maya Angelou is cheering and so am I. pic.twitter.com/I5HLE0qbPs— Oprah Winfrey (@Oprah) January 20, 2021 YES @TheAmandaGorman!!! -LMM— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) January 20, 2021
Bandaríkin Joe Biden Ljóðlist Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira