Engin ein ákveðin skýring á slöku gengi Íslands á HM samkvæmt Ásgeiri Erni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 13:30 Ásgeir Örn er ekki bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir leik kvöldsins hjá íslenska landsliðinu þar sem ógnarsterkt lið Frakklands bíður átekta. Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn