Klopp: Eins og lítið blóm sem augljóslega einhver hefur trampað á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:00 Jürgen Klopp situr úrræðalaus á bekknum eftir þegar ekkert gekk í sóknarleik Liverpool fjórða leikinn í röð AP/Peter Powell Jürgen Klopp sagði að það væri bjánalegt að honum að tala um einhverja titilbaráttu eftir að hans menn töpuðu á heimavelli á móti Burnley í gær og hafa þar með aðeins fengið samtals þrjú stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira