Rústabjörgunarmaður vill annað sætið á lista Pírata í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 10:01 Gísli Rafn Ólafsson hefur unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum. Aðsend Gísli Rafn Ólafsson hefur ákveðið að kost á sér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust. Hann sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins í því kjördæmi, sæti sem hann segir að verði án efa baráttusæti. Gísli Rafn segir í tilkynningunni að hann hafi unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum, Telji hann mikilvægt að leggja fram krafta sína hérlendis í að takast á við uppbyggingu landsins í kjölfar heimsfaraldurs. Sér í lagi muni sá hæfileiki að fá ólíka aðila til þess að vinna vel saman að stórum og erfiðum verkefnum verða mikilvægur á komandi kjörtímabili. „Ég er hamingjusamlega giftur, fimm barna faðir og afi úr Hafnarfirðinum sem hefur búið í sjö löndum og ferðast til yfir hundruð landa. Ég er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, diplóma í þróunarfræðum frá HÍ og er einni óskrifaðri meistararitgerð frá M.A. gráðu í þróunarfræðum. Námsferillinn endurspeglar vel það hvernig tækni og það að hjálpa öðrum hefur ávallt átt hug minn. Ég byrjaði að vinna í tæknigeiranum þegar ég var 14 ára, fyrstu árin sem forritari. Ég gerðist sjálfboðaliði í Rauða krossinum þegar ég var tvítugur og gekk í björgunarsveit fimm árum síðar. Það var síðan fyrir einum og hálfum áratug sem mér tókst að samtvinna þessi tvö áhugasvið mín þegar ég fékk starf sem fólst í því að vera ráðgjafi fyrir ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um hvernig best mætti nýta tölvutæknina við að búa sig undir og bregðast við náttúruhamförum. Það starf leiddi síðan til þess að ég stjórnaði öllu því sem snéri að tækni og fjarskiptaviðbrögðum hjá regnhlífarsamtökum 60 stærstu hjálparsamtaka í heimi. Auk þess var ég stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haíti árið 2010 og meðlimur í UNDAC á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég vil nýta reynslu mína af alþjóðavettvangi til þess að hjálpa Íslandi að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Það skiptir máli að á þingi sé fólk sem hefur djúpan skilning á þessum áskorunum og hvernig megi takast á við þær, en talar ekki bara í frösum eða bendir á vandamál án þess að hafa tillögur að lausnum. Fólk sem trúir á aukið jafnrétti og jöfnuð. Fólk sem hlustar á vilja almennings, en ekki bara lítinn hóp sérhagsmunaaðila. Sem barnabarn kommúnista og sjálfstæðismanns kemur það eflaust einhverjum á óvart að ég bjóði mig fram í prófkjöri hjá Pírötum, en mitt svar er einfalt. Píratar er sá flokkur á Alþingi sem er tilbúinn að horfa fram á við, flokkur sem er tilbúinn að laga það sem bæta þarf í okkar stjórnkerfi, flokkur sem trúir á gögn og gagnsæi en ekki bara það sem sérhagsmunahópar telja þeim trú um, flokkur sem er tilbúinn að skipta um skoðun og horfa björtum augum til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum og sækist eftir stuðningi ykkar til að skipa 2. sætið í komandi prófkjöri,“ segir Gísli Rafn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Hjálparstarf Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Gísli Rafn segir í tilkynningunni að hann hafi unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum, Telji hann mikilvægt að leggja fram krafta sína hérlendis í að takast á við uppbyggingu landsins í kjölfar heimsfaraldurs. Sér í lagi muni sá hæfileiki að fá ólíka aðila til þess að vinna vel saman að stórum og erfiðum verkefnum verða mikilvægur á komandi kjörtímabili. „Ég er hamingjusamlega giftur, fimm barna faðir og afi úr Hafnarfirðinum sem hefur búið í sjö löndum og ferðast til yfir hundruð landa. Ég er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, diplóma í þróunarfræðum frá HÍ og er einni óskrifaðri meistararitgerð frá M.A. gráðu í þróunarfræðum. Námsferillinn endurspeglar vel það hvernig tækni og það að hjálpa öðrum hefur ávallt átt hug minn. Ég byrjaði að vinna í tæknigeiranum þegar ég var 14 ára, fyrstu árin sem forritari. Ég gerðist sjálfboðaliði í Rauða krossinum þegar ég var tvítugur og gekk í björgunarsveit fimm árum síðar. Það var síðan fyrir einum og hálfum áratug sem mér tókst að samtvinna þessi tvö áhugasvið mín þegar ég fékk starf sem fólst í því að vera ráðgjafi fyrir ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um hvernig best mætti nýta tölvutæknina við að búa sig undir og bregðast við náttúruhamförum. Það starf leiddi síðan til þess að ég stjórnaði öllu því sem snéri að tækni og fjarskiptaviðbrögðum hjá regnhlífarsamtökum 60 stærstu hjálparsamtaka í heimi. Auk þess var ég stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haíti árið 2010 og meðlimur í UNDAC á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég vil nýta reynslu mína af alþjóðavettvangi til þess að hjálpa Íslandi að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Það skiptir máli að á þingi sé fólk sem hefur djúpan skilning á þessum áskorunum og hvernig megi takast á við þær, en talar ekki bara í frösum eða bendir á vandamál án þess að hafa tillögur að lausnum. Fólk sem trúir á aukið jafnrétti og jöfnuð. Fólk sem hlustar á vilja almennings, en ekki bara lítinn hóp sérhagsmunaaðila. Sem barnabarn kommúnista og sjálfstæðismanns kemur það eflaust einhverjum á óvart að ég bjóði mig fram í prófkjöri hjá Pírötum, en mitt svar er einfalt. Píratar er sá flokkur á Alþingi sem er tilbúinn að horfa fram á við, flokkur sem er tilbúinn að laga það sem bæta þarf í okkar stjórnkerfi, flokkur sem trúir á gögn og gagnsæi en ekki bara það sem sérhagsmunahópar telja þeim trú um, flokkur sem er tilbúinn að skipta um skoðun og horfa björtum augum til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum og sækist eftir stuðningi ykkar til að skipa 2. sætið í komandi prófkjöri,“ segir Gísli Rafn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Hjálparstarf Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira