„Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 19:05 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk gegn Frökkum í kvöld. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33