Harma að myndlistamenn tortyggi eigin fulltrúa Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 22:35 SÍM segist bera fullt traust til fulltrúa sinna í úthlutunarnefnd. Getty Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina. Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. Myndlist Listamannalaun Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar.
Myndlist Listamannalaun Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent