Ekkert ferðaveður fyrir norðan Samúel Karl Ólason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 09:31 Fjallvegum hefur verið lokað víða og Öxnadalsheiði var lokað í gærkvöldi. Vegagerðin Akstursskilyrði á norðanverðu landinu eru víða slæm og ekki ferðaveður. Fjallvegir eru ófærir eða lokaðir víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi og var Öxnadalsheiðinni til að mynda lokað í gærkvöldi vegna snjóflóða. Á norðanverðu landinu er víða stórhríð og alls ekkert ferðaveður, eins og það er orðað á vef Vegagerðarinnar. Víðast hvar á landinu er vetrarfærð en að mestu er greiðfært með Suðurströndinni. Minnst þrjú snjóflóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og í nótt og lenti eitt þeirra á nokkrum bílum. Björgunarsveitarmenn þurftu að koma nokkrum ökumönnum til aðstoðar. Eftir að veginum var lokað var nóttin þó nokkuð róleg samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir á norðurlandi hafi farið í minnst tólf útköll frá hádegi í gær til miðnættis. Mikið hafi verið um að ökumenn hafi fest bíla sína og keyrt út af. Í tvígang þurfti að aðstoða sjúkrabíla yfir vegi vegna ófærðar. Alls aðstoðuðu björgunarsveitarmenn fólk í 30 bílum og þar af voru fimmtán á Öxnadalsheiði. Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Hjáleið er fær um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Steingrímsfjarðarheiði er ófær og verður líklega ekki opnuð í dag. Súðavíkurhlíð er sömuleiðis lokuð og Flateyrarvegur. Áfram er spáð sambærilegu veðri í dag. Snjókomu eða él um landið norðan- og austanvert og norðan- og norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu. Í nótt og i fyrramálið mun draga úr vindi. Veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal á Ísafirði var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og hafa snjóflóð fallið á veginn. Vegurinn upp á Seljalandsdal lokaður. Í gærkveldi var veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal lokað af...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Saturday, 23 January 2021 Veður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Á norðanverðu landinu er víða stórhríð og alls ekkert ferðaveður, eins og það er orðað á vef Vegagerðarinnar. Víðast hvar á landinu er vetrarfærð en að mestu er greiðfært með Suðurströndinni. Minnst þrjú snjóflóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og í nótt og lenti eitt þeirra á nokkrum bílum. Björgunarsveitarmenn þurftu að koma nokkrum ökumönnum til aðstoðar. Eftir að veginum var lokað var nóttin þó nokkuð róleg samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir á norðurlandi hafi farið í minnst tólf útköll frá hádegi í gær til miðnættis. Mikið hafi verið um að ökumenn hafi fest bíla sína og keyrt út af. Í tvígang þurfti að aðstoða sjúkrabíla yfir vegi vegna ófærðar. Alls aðstoðuðu björgunarsveitarmenn fólk í 30 bílum og þar af voru fimmtán á Öxnadalsheiði. Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Hjáleið er fær um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Steingrímsfjarðarheiði er ófær og verður líklega ekki opnuð í dag. Súðavíkurhlíð er sömuleiðis lokuð og Flateyrarvegur. Áfram er spáð sambærilegu veðri í dag. Snjókomu eða él um landið norðan- og austanvert og norðan- og norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu. Í nótt og i fyrramálið mun draga úr vindi. Veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal á Ísafirði var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og hafa snjóflóð fallið á veginn. Vegurinn upp á Seljalandsdal lokaður. Í gærkveldi var veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal lokað af...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Saturday, 23 January 2021
Veður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira