Biden biðst afsökunar vegna aðbúnaðar þjóðvarðliða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 09:36 Myndir af þjóðvarðliðum sem neyddust til að sofa á gólfi bílakjallara hafa vakið mikið umtal vestanhafs. EPA/MICHAEL REYNOLDS Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðist afsökunar vegna aðbúnaðar liðsmanna í þjóðvarðliði Bandaríkjanna, sem stóðu vaktina við þinghúsið, sem neyddust til að sofa í bílakjallara. Ríflega 25 þúsund þjóðvarðliðar stóðu vaktina í Washington DC á miðvikudaginn, daginn sem innsetningarathöfn Joe Biden fór fram, en óttast var að aftur kynnu að brjótast út óeirðir á borð við þær sem brutust út í og við þinghúsið tveimur vikum áður þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Myndir af hermönnunum þar sem þeir sofa á gólfi bílakjallara í nágrenni þinghússins hafa verið í mikilli dreifingu á netinu. Aðstæður þjóðvarðliðanna hafa vakið reiði meðal stjórnmálamanna, meðal annars nokkurra ríkisstjóra sem einhverjir kölluðu þjóðvarðliða frá sínum ríkjum heim vegna málsins. Biden hringdi í yfirmann þjóðvarðliðsins í gær til að biðjast afsökunar og spurði hvað hægt væri að gera að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Þá mun forsetafrúin Jill Biden hafa farið í eigin persónu til að heilsa upp á nokkra þjóðvarðliða. Hún hafi þakkað þeim fyrir og fært þeim smákökur í boði Hvíta hússins. „Ég vildi bara koma við í dag og segja takk við ykkur öll fyrir að tryggja öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Jill Biden. Our troops deserve the utmost honor & respect for securing the Capitol & defending democracy this week. This is unconscionable & unsafe. Whoever s decision this was to house our National Guardsmen & women in underground parking lots must be held accountable. pic.twitter.com/mBwpoog6YC— Tim Scott (@SenatorTimScott) January 22, 2021 Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Ríflega 25 þúsund þjóðvarðliðar stóðu vaktina í Washington DC á miðvikudaginn, daginn sem innsetningarathöfn Joe Biden fór fram, en óttast var að aftur kynnu að brjótast út óeirðir á borð við þær sem brutust út í og við þinghúsið tveimur vikum áður þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Myndir af hermönnunum þar sem þeir sofa á gólfi bílakjallara í nágrenni þinghússins hafa verið í mikilli dreifingu á netinu. Aðstæður þjóðvarðliðanna hafa vakið reiði meðal stjórnmálamanna, meðal annars nokkurra ríkisstjóra sem einhverjir kölluðu þjóðvarðliða frá sínum ríkjum heim vegna málsins. Biden hringdi í yfirmann þjóðvarðliðsins í gær til að biðjast afsökunar og spurði hvað hægt væri að gera að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Þá mun forsetafrúin Jill Biden hafa farið í eigin persónu til að heilsa upp á nokkra þjóðvarðliða. Hún hafi þakkað þeim fyrir og fært þeim smákökur í boði Hvíta hússins. „Ég vildi bara koma við í dag og segja takk við ykkur öll fyrir að tryggja öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Jill Biden. Our troops deserve the utmost honor & respect for securing the Capitol & defending democracy this week. This is unconscionable & unsafe. Whoever s decision this was to house our National Guardsmen & women in underground parking lots must be held accountable. pic.twitter.com/mBwpoog6YC— Tim Scott (@SenatorTimScott) January 22, 2021
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira