Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2021 10:57 Mótmælandi handtekinn í Moskvu. AP/Pavel Golovkin Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. Mótmælin byrjuðu í austasta hluta Rússlands í morgun og er búist við frekari mótmælum vestar í landinu í dag. Lögreglan í Moskvu hefur girt af torg í miðborg borgarinnar þar sem mótmæli áttu að fara fram. Myndbandsupptökur frá Vladivostok sýndu lögregluþjóna í óeirðabúnaði elta mótmælendur og sömuleiðis komu mótmælendur saman í borginni Khabarovsk. Þar kölluðu mótmælendur orðin „skömm“ og „þjófar“, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Pútín ekki hræddur við Navalní Hér má sjá myndband frá blaðamanni Guardian í Moskvu sem segir fjölmarga hafa verið komna saman klukkustund áður en mótmælin áttu að hefjast. What I m seeing right now walking up to the pro-Navalny protest in Moscow. Riot police deploying around the square, hundreds of protestors out maybe an hour before protest set to kick off. Hearing about arrests, square is not yet closed off. pic.twitter.com/0E5BmlJwzD— Andrew Roth (@Andrew__Roth) January 23, 2021 Moscow Times segir að allt að ellefu þúsund manns hafi komið saman í borginni Yekaterinburg, þar sem var 30 gráðu frost í morgun. Í aðdraganda þeirra vöruðu yfirvöld í Rússlandi við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Sjá einnig: Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Hér má sjá myndband af Twittersíðu bandamanna Navalní. « » . . pic.twitter.com/UbZieS8NPs— (@teamnavalny_vdk) January 23, 2021 Reuters hefur eftir bandamanni Navalnís að hann og ráðgjafar hans hafi búst við því að hann yrði handtekinn við komuna til Rússlands. Hann segir ásakanirnar gegn sér ósannar. Þau hafi skipulagt það að boða til mótmæla í Rússlandi til að reyna að þvinga yfirvöld í Rússlandi til að sleppa honum úr haldi. Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Heimildarmenn fréttaveitunnar innan stjórnvalda Rússlands segja þó verulega ólíklegt að Navalní verði sleppt úr haldi. Hann sé orðin ógn gegn Pútín og verði í það minnsta í fangelsi fram yfir þingkosningar í september. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Moskvu. Það efsta er frá því þegar lögregluþjónar handtóku aðgerðasinnann Lyubov Sobol. Hún er bandamaður Navalnís og var handtekin í miðju viðtali við fjömiðla. Seinna myndbandið er frétt Sky News frá því í morgun. Protests calling for jailed opposition leader Alexei Navalny to be released are taking place in Russia today.Sky's @DiMagnaySky says about 240 arrests have been made so far, with police appearing to be arresting protesters 'at random' Read more: https://t.co/Oi3fGOBXH4 pic.twitter.com/ecEFI2NVgU— Sky News (@SkyNews) January 23, 2021 Police continue to detain protesters in Moscow https://t.co/8agFEqrKGy via @IfSoAnn #Russia pic.twitter.com/A6vc0QejaZ— Liveuamap (@Liveuamap) January 23, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Mótmælin byrjuðu í austasta hluta Rússlands í morgun og er búist við frekari mótmælum vestar í landinu í dag. Lögreglan í Moskvu hefur girt af torg í miðborg borgarinnar þar sem mótmæli áttu að fara fram. Myndbandsupptökur frá Vladivostok sýndu lögregluþjóna í óeirðabúnaði elta mótmælendur og sömuleiðis komu mótmælendur saman í borginni Khabarovsk. Þar kölluðu mótmælendur orðin „skömm“ og „þjófar“, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Pútín ekki hræddur við Navalní Hér má sjá myndband frá blaðamanni Guardian í Moskvu sem segir fjölmarga hafa verið komna saman klukkustund áður en mótmælin áttu að hefjast. What I m seeing right now walking up to the pro-Navalny protest in Moscow. Riot police deploying around the square, hundreds of protestors out maybe an hour before protest set to kick off. Hearing about arrests, square is not yet closed off. pic.twitter.com/0E5BmlJwzD— Andrew Roth (@Andrew__Roth) January 23, 2021 Moscow Times segir að allt að ellefu þúsund manns hafi komið saman í borginni Yekaterinburg, þar sem var 30 gráðu frost í morgun. Í aðdraganda þeirra vöruðu yfirvöld í Rússlandi við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Sjá einnig: Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Hér má sjá myndband af Twittersíðu bandamanna Navalní. « » . . pic.twitter.com/UbZieS8NPs— (@teamnavalny_vdk) January 23, 2021 Reuters hefur eftir bandamanni Navalnís að hann og ráðgjafar hans hafi búst við því að hann yrði handtekinn við komuna til Rússlands. Hann segir ásakanirnar gegn sér ósannar. Þau hafi skipulagt það að boða til mótmæla í Rússlandi til að reyna að þvinga yfirvöld í Rússlandi til að sleppa honum úr haldi. Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Heimildarmenn fréttaveitunnar innan stjórnvalda Rússlands segja þó verulega ólíklegt að Navalní verði sleppt úr haldi. Hann sé orðin ógn gegn Pútín og verði í það minnsta í fangelsi fram yfir þingkosningar í september. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Moskvu. Það efsta er frá því þegar lögregluþjónar handtóku aðgerðasinnann Lyubov Sobol. Hún er bandamaður Navalnís og var handtekin í miðju viðtali við fjömiðla. Seinna myndbandið er frétt Sky News frá því í morgun. Protests calling for jailed opposition leader Alexei Navalny to be released are taking place in Russia today.Sky's @DiMagnaySky says about 240 arrests have been made so far, with police appearing to be arresting protesters 'at random' Read more: https://t.co/Oi3fGOBXH4 pic.twitter.com/ecEFI2NVgU— Sky News (@SkyNews) January 23, 2021 Police continue to detain protesters in Moscow https://t.co/8agFEqrKGy via @IfSoAnn #Russia pic.twitter.com/A6vc0QejaZ— Liveuamap (@Liveuamap) January 23, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira