Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 11:56 Matareitrun lék Slóvena grátt í aðdraganda leiksins gegn Egyptum. Slóvenska handknattleikssambandið segir það varla geta verið tilviljun. epa/Mohamed Abd El Ghany Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. Slóvenía mætti heimaliði Egyptalands í úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum HM í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 25-25, sem fleytti Egyptum í átta liða úrslitin. Slóvenar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Á ýmsu gekk í aðdraganda leiksins en daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi veiktust hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn Slóveníu af matareitrun. Í pistli á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins eru Egyptar hreinlega sakaðir um að hafa eitrað fyrir Slóvenum. Þeim þyki grunsamlegt að allt hafi verið í lagi fyrstu ellefu dagana á hótelinu en fyrir leikinn gegn heimaliðinu hafi tólf leikmenn allt í einu veikst. Hrasaði í eigin ælu „Fyrir leikinn gegn Egyptalandi fengu tólf leikmenn matareitrun og urðu mjög veikir. Drengirnir öskruðu af sársauka, ældu og flýttu sér á klósettið eins og lífið lægi við,“ segir á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins. „Stas Skube og Dragan Gajic voru sérstaklega illa haldnir um nóttina og í búningsklefanum fyrir leikinn hrasaði Blaz Blagotinsek í eigin ælu og var fluttur aftur á hótelið.“ Skube, Gajic og Blagotinsek tóku ekki þátt í leiknum í gær en hinir níu sem fengu matareitrunina spiluðu leikinn. Á ekki von á aðgerðum Í færslunni á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins segist formaður þess, Goran Cvijic, ekki vera bjartsýnn á að málið verði skoðað til hlítar. „Eftir að við tilkynntum opinberlega um það sem gerðist hafði heilbrigðisráðuneyti Egyptalands samband við okkur. En ég á ekki von á neinum aðgerðum meðan IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, starfar eins og það gerir,“ sagði Cvijic. HM 2021 í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Slóvenía mætti heimaliði Egyptalands í úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum HM í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 25-25, sem fleytti Egyptum í átta liða úrslitin. Slóvenar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Á ýmsu gekk í aðdraganda leiksins en daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi veiktust hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn Slóveníu af matareitrun. Í pistli á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins eru Egyptar hreinlega sakaðir um að hafa eitrað fyrir Slóvenum. Þeim þyki grunsamlegt að allt hafi verið í lagi fyrstu ellefu dagana á hótelinu en fyrir leikinn gegn heimaliðinu hafi tólf leikmenn allt í einu veikst. Hrasaði í eigin ælu „Fyrir leikinn gegn Egyptalandi fengu tólf leikmenn matareitrun og urðu mjög veikir. Drengirnir öskruðu af sársauka, ældu og flýttu sér á klósettið eins og lífið lægi við,“ segir á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins. „Stas Skube og Dragan Gajic voru sérstaklega illa haldnir um nóttina og í búningsklefanum fyrir leikinn hrasaði Blaz Blagotinsek í eigin ælu og var fluttur aftur á hótelið.“ Skube, Gajic og Blagotinsek tóku ekki þátt í leiknum í gær en hinir níu sem fengu matareitrunina spiluðu leikinn. Á ekki von á aðgerðum Í færslunni á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins segist formaður þess, Goran Cvijic, ekki vera bjartsýnn á að málið verði skoðað til hlítar. „Eftir að við tilkynntum opinberlega um það sem gerðist hafði heilbrigðisráðuneyti Egyptalands samband við okkur. En ég á ekki von á neinum aðgerðum meðan IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, starfar eins og það gerir,“ sagði Cvijic.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira