Róa lífróður eftir að stjórnandi „gerði skandal sem við vissum ekki um“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 11:50 Höfuðstöðvar Kampa ehf á Ísafirði. Já.is Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuverksmiðjunnar Kampa á Ísafirði, segir að bókhald fyrirtækisins hafi „byggst á skáldskap í allt of langan tíma.“ Nú sé unnið að því að reyna að bjarga félaginu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt heimildum blaðsins er fjárhagsstaða félagsins mun verri en upphaflega var talið og hlaupa þær fjárhæðir sem vantar á hundruðum milljóna króna. Þá hafi miklum skuldum verið safnað. Vísir greindi frá því fyrir helgi að stjórnendur rækjuvinnslunnar hafi óskað eftir greiðslustöðvun til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Féllst Héraðsdómur Vestfjarða á að veita þriggja vikna langa greiðslustöðvun á fimmtudag vegna aðsteðjandi fjárhagsvanda. Jón sagði þá í samtali við Vísir að stjórn fyrirtækisins hafi fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins blasti við. Unnið hafi verið að leyfinu til greiðslustöðvunar frá því að stjórnin gerði sér grein fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kringum jólin. Ónefndum stjórnanda að kenna Jón segir í samtali við Morgunblaðið að staðan hafi reynst vera allt önnur en fram hafði komið í bókhaldi og ársreikningum félagsins um nokkurra ára skeið. Þar sé um að kenna „ákveðnum stjórnanda hjá Kampa.“ „Annar verklegra stjórnenda fyrirtækisins gerði skandal sem við vissum ekki um. Ég ætla ekki nánar út í það. Nú er farin af stað vinna við það að bjarga fyrirtækinu.“ Samkvæmt heimildum Vísis var fjármálastjóra Kampa sagt upp störfum í desember. 42 starfsmenn, að megninu frá Ísafirði en einnig Bolungarvík, starfa hjá Kampa sem var stofnað árið 2007. Því er ljóst að staðan veldur margri fjölskyldunni á Ísafirði og Bolungarvík áhyggjum. Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt heimildum blaðsins er fjárhagsstaða félagsins mun verri en upphaflega var talið og hlaupa þær fjárhæðir sem vantar á hundruðum milljóna króna. Þá hafi miklum skuldum verið safnað. Vísir greindi frá því fyrir helgi að stjórnendur rækjuvinnslunnar hafi óskað eftir greiðslustöðvun til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Féllst Héraðsdómur Vestfjarða á að veita þriggja vikna langa greiðslustöðvun á fimmtudag vegna aðsteðjandi fjárhagsvanda. Jón sagði þá í samtali við Vísir að stjórn fyrirtækisins hafi fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins blasti við. Unnið hafi verið að leyfinu til greiðslustöðvunar frá því að stjórnin gerði sér grein fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kringum jólin. Ónefndum stjórnanda að kenna Jón segir í samtali við Morgunblaðið að staðan hafi reynst vera allt önnur en fram hafði komið í bókhaldi og ársreikningum félagsins um nokkurra ára skeið. Þar sé um að kenna „ákveðnum stjórnanda hjá Kampa.“ „Annar verklegra stjórnenda fyrirtækisins gerði skandal sem við vissum ekki um. Ég ætla ekki nánar út í það. Nú er farin af stað vinna við það að bjarga fyrirtækinu.“ Samkvæmt heimildum Vísis var fjármálastjóra Kampa sagt upp störfum í desember. 42 starfsmenn, að megninu frá Ísafirði en einnig Bolungarvík, starfa hjá Kampa sem var stofnað árið 2007. Því er ljóst að staðan veldur margri fjölskyldunni á Ísafirði og Bolungarvík áhyggjum.
Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira