Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 16:28 Maðurinn fannst á dýpri enda innilaugarinnar í Sundhöll Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði að laugarvörður sé alltaf á vakt í innilaug Sundhallarinnar og annar í laugarvarðarturni sem er með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. RÚV hefur eftir lögreglu að maðurinn hafi fundist á botni innilaugarinnar. Íþrótta- og tómstundasvið segist hafa tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir slysinu. Spyr hvort réttur búnaður hafi verið til staðar Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem lést, hefur gert alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörsluna á slysstað í ljósi þess tíma sem leið þar til reynt var að koma syni hans til bjargar. Í samtali við mbl.is sagðist Guðni, sem starfar sem lögreglumaður, spyrja sig hvar sundlaugaverðirnir hafi verið í umræddar sex mínútur. Stutt er liðið frá því að Sundhöll Reykjavíkur var gerð upp en að sögn Guðna á að vera til staðar búnaður í nýjum sundlaugum sem skynjar hvort það liggi eitthvað hreyfingarlaust á botninum. „Ef það er í 15 sekúndur þá eiga að hringja bjöllur,“ sagði Guðni við mbl.is. Þá sagðist hann velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið búið að koma þessum búnaði fyrir eða hvort hann hafi ekki virkað. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði að laugarvörður sé alltaf á vakt í innilaug Sundhallarinnar og annar í laugarvarðarturni sem er með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. RÚV hefur eftir lögreglu að maðurinn hafi fundist á botni innilaugarinnar. Íþrótta- og tómstundasvið segist hafa tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir slysinu. Spyr hvort réttur búnaður hafi verið til staðar Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem lést, hefur gert alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörsluna á slysstað í ljósi þess tíma sem leið þar til reynt var að koma syni hans til bjargar. Í samtali við mbl.is sagðist Guðni, sem starfar sem lögreglumaður, spyrja sig hvar sundlaugaverðirnir hafi verið í umræddar sex mínútur. Stutt er liðið frá því að Sundhöll Reykjavíkur var gerð upp en að sögn Guðna á að vera til staðar búnaður í nýjum sundlaugum sem skynjar hvort það liggi eitthvað hreyfingarlaust á botninum. „Ef það er í 15 sekúndur þá eiga að hringja bjöllur,“ sagði Guðni við mbl.is. Þá sagðist hann velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið búið að koma þessum búnaði fyrir eða hvort hann hafi ekki virkað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19