Forsætisráðherra Ítalíu búinn að segja af sér Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2021 12:45 Giuseppe Conte, sem starfaði áður sem lagaprófessor, hefur leitt tvær samsteypustjórnir á Ítalíu frá árinu 2018. Getty/Massimo Di Vita Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér embætti og er óljóst hvort að honum muni takast að setja saman nýja ríkisstjórn. Conte gekk á fund forsetans Sergio Mattarella í dag og tilkynnti um afsögn sína. Conte hefur sætt gagnrýni fyrir aðgerðir stjórnar sinnar í tengslum við heimsfaraldurinn. Alls hafa 85 þúsund manns látist af völdum Covid-19 á Ítalíu frá upphafi faraldursins. BBC segir möguleika á að Mattarella muni biðja Conte um að mynda nýja stjórn, en stjórnarflokkarnir misstu meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í síðustu viku. Einnig er möguleiki á að annar verði beðinn um að mynda nýja stjórn, eða þá að niðurstaðan verði að boðað verði til nýrra kosninga. Conte, sem starfaði áður sem lagaprófessor, hefur leitt tvær samsteypustjórnir frá árinu 2018. BBC segir Conte nú funda með Elisabetta Casellati, forseta öldungadeildar þingsins, um þá stöðu sem uppi er í ítölskum stjórnmálum. Conte stóðst í síðustu viku tillögu um vantraust á þinginu. Hún var lögð fram eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Renzi sagði flokkinn einungis ganga aftur til liðs við stjórnina ef Conte myndi ganga að ákveðnum skilyrðum, meðal annars um fjárveitingar úr ríkissjóði. Fulltrúar Fimm stjörnu hreyfingarinnar segja að flokkurinn muni áfram halda tryggð við Conte. Í fimmtán mánuði leiddi Conte samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að tryggja nýjar kosningar. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ítalía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér á morgun en vonast til að mynda nýja stjórn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér embætti á morgun. Conte vonast þó til þess að fá umboð frá forseta landsins til að mynda nýja og sterkari ríkisstjórn eftir að hann tapaði meirihluta í öldungadeild þingsins. 25. janúar 2021 20:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Conte hefur sætt gagnrýni fyrir aðgerðir stjórnar sinnar í tengslum við heimsfaraldurinn. Alls hafa 85 þúsund manns látist af völdum Covid-19 á Ítalíu frá upphafi faraldursins. BBC segir möguleika á að Mattarella muni biðja Conte um að mynda nýja stjórn, en stjórnarflokkarnir misstu meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í síðustu viku. Einnig er möguleiki á að annar verði beðinn um að mynda nýja stjórn, eða þá að niðurstaðan verði að boðað verði til nýrra kosninga. Conte, sem starfaði áður sem lagaprófessor, hefur leitt tvær samsteypustjórnir frá árinu 2018. BBC segir Conte nú funda með Elisabetta Casellati, forseta öldungadeildar þingsins, um þá stöðu sem uppi er í ítölskum stjórnmálum. Conte stóðst í síðustu viku tillögu um vantraust á þinginu. Hún var lögð fram eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Renzi sagði flokkinn einungis ganga aftur til liðs við stjórnina ef Conte myndi ganga að ákveðnum skilyrðum, meðal annars um fjárveitingar úr ríkissjóði. Fulltrúar Fimm stjörnu hreyfingarinnar segja að flokkurinn muni áfram halda tryggð við Conte. Í fimmtán mánuði leiddi Conte samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að tryggja nýjar kosningar. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes.
Ítalía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér á morgun en vonast til að mynda nýja stjórn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér embætti á morgun. Conte vonast þó til þess að fá umboð frá forseta landsins til að mynda nýja og sterkari ríkisstjórn eftir að hann tapaði meirihluta í öldungadeild þingsins. 25. janúar 2021 20:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér á morgun en vonast til að mynda nýja stjórn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér embætti á morgun. Conte vonast þó til þess að fá umboð frá forseta landsins til að mynda nýja og sterkari ríkisstjórn eftir að hann tapaði meirihluta í öldungadeild þingsins. 25. janúar 2021 20:15