Alfreð Gíslason kemur fyrirliða sínum til varnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 15:31 Alfreð Gíslason og Uwe Gensheimer eru í fararbroddi sem þjálfari og fyrirliði þýska landsliðsins. Samsett/EPA Uwe Gensheimer hefur lengi verið í hópi bestu hornamanna heims og því hefur óvænt gagnrýni á hann komið mörgum á óvart. Þýska handboltalandsliðið náði „bara“ tólfta sæti á HM í Egyptalandi og er ekki meðal þeirra átta þjóða sem eiga ennþá möguleika á heimsmeistaratitlinum. Þetta var fyrsta stórmót Alfreðs Gíslasonar með liðið. Árangur þýska landsliðsins olli vonbrigðum enda var liðið í fimmta sæti á EM í fyrra og í fjórða sæti á HM fyrir tveimur árum síðan. Sá sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni er fyrirliði liðsins, vinstri hornamaðurinn Uwe Gensheimer. Der DHB und @UweGensheimer wehren sich gegen externe Kritik! Wir stehen hinter dir, Uwe, und sind stolz auf unseren Kapitän! #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #Handball https://t.co/dWr1Ry5ufU— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 24, 2021 Alfreð Gíslason kom fyrirliða sínum til varnar. „Uwe hefur spilað vel hingað til. Hann klikkaði á skotum á móti Úrúgvæ en að öðru leiti þá spilaði hann vel,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali við Kicker á hóteli í Kaíró. Alfreð ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Uwe Gensheimer. „Nei alls ekki. Þvert á móti þá hefur hann skilað fyrirliðahlutverkinu mjög vel. Það er enginn í liðinu sem efast um hann,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer skoraði 14 mörk úr 21 skoti á mótinu en hann spilaði fimm leiki og í 3 klukkutíma og rúmar 22 mínútur. Gensheimer nýtti 67 prósent skota sinna en klikkaði á eina víti sínu. Fimm af fjórtán mörkum hans komu úr hraðaupphlaupum og fimm komu úr horninu. Kai Häfner hefur einnig komið fyrirliða sínum til varnar. Guten Morgen ein letztes Mal aus Kairo! Nicht der WM-Abschluss, den wir uns gewünscht haben! Der Fotorückblick zur Partie gegen Polen ! #POLGER #WIRIHRALLE _ _ Der WM-Rückblick heute Abend ab 20.15 Uhr bei #DHBspotlight live auf Facebook und YouTube pic.twitter.com/Ig2rT2laaw— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 26, 2021 „Það er engin ástæða fyrir slíkri gagnrýni. Hann er hefur fullt traust okkar sem fyrirliði og skilar hlutverki sínu frábærlega. Að mínu meti þá er Uwe besti vinstri hornamaður í heimi og ég get ekki séð fyrir mér betri fyrirliða fyrir okkur. Ég skil því ekki þessa gagnrýni,“ sagði Kai Häfner. Uwe Gensheimer sjálfur hló líka að gagnrýninni en hann endaði sem fimmti markahæsti leikmaður þýska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég veit ekki hvort að þetta komi til vegna þess með hvaða félagsliði ég spila. Stundum er mikil öfund og óvild í gangi. Ég hef þá tilfinningu,“ sagði Uwe Gensheimer og kvartaði yfir því að fá ekki nógu mikið af boltum út í hornið. „Það sem hann sagði um að hann væri ekki að fá nógu mikið af boltum út í vinstri hornið er rétt. Ég talið um það sjálfur,“ sagði Alfreð. HM 2021 í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira
Þýska handboltalandsliðið náði „bara“ tólfta sæti á HM í Egyptalandi og er ekki meðal þeirra átta þjóða sem eiga ennþá möguleika á heimsmeistaratitlinum. Þetta var fyrsta stórmót Alfreðs Gíslasonar með liðið. Árangur þýska landsliðsins olli vonbrigðum enda var liðið í fimmta sæti á EM í fyrra og í fjórða sæti á HM fyrir tveimur árum síðan. Sá sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni er fyrirliði liðsins, vinstri hornamaðurinn Uwe Gensheimer. Der DHB und @UweGensheimer wehren sich gegen externe Kritik! Wir stehen hinter dir, Uwe, und sind stolz auf unseren Kapitän! #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #Handball https://t.co/dWr1Ry5ufU— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 24, 2021 Alfreð Gíslason kom fyrirliða sínum til varnar. „Uwe hefur spilað vel hingað til. Hann klikkaði á skotum á móti Úrúgvæ en að öðru leiti þá spilaði hann vel,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali við Kicker á hóteli í Kaíró. Alfreð ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Uwe Gensheimer. „Nei alls ekki. Þvert á móti þá hefur hann skilað fyrirliðahlutverkinu mjög vel. Það er enginn í liðinu sem efast um hann,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer skoraði 14 mörk úr 21 skoti á mótinu en hann spilaði fimm leiki og í 3 klukkutíma og rúmar 22 mínútur. Gensheimer nýtti 67 prósent skota sinna en klikkaði á eina víti sínu. Fimm af fjórtán mörkum hans komu úr hraðaupphlaupum og fimm komu úr horninu. Kai Häfner hefur einnig komið fyrirliða sínum til varnar. Guten Morgen ein letztes Mal aus Kairo! Nicht der WM-Abschluss, den wir uns gewünscht haben! Der Fotorückblick zur Partie gegen Polen ! #POLGER #WIRIHRALLE _ _ Der WM-Rückblick heute Abend ab 20.15 Uhr bei #DHBspotlight live auf Facebook und YouTube pic.twitter.com/Ig2rT2laaw— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 26, 2021 „Það er engin ástæða fyrir slíkri gagnrýni. Hann er hefur fullt traust okkar sem fyrirliði og skilar hlutverki sínu frábærlega. Að mínu meti þá er Uwe besti vinstri hornamaður í heimi og ég get ekki séð fyrir mér betri fyrirliða fyrir okkur. Ég skil því ekki þessa gagnrýni,“ sagði Kai Häfner. Uwe Gensheimer sjálfur hló líka að gagnrýninni en hann endaði sem fimmti markahæsti leikmaður þýska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég veit ekki hvort að þetta komi til vegna þess með hvaða félagsliði ég spila. Stundum er mikil öfund og óvild í gangi. Ég hef þá tilfinningu,“ sagði Uwe Gensheimer og kvartaði yfir því að fá ekki nógu mikið af boltum út í hornið. „Það sem hann sagði um að hann væri ekki að fá nógu mikið af boltum út í vinstri hornið er rétt. Ég talið um það sjálfur,“ sagði Alfreð.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira