Vilja bíða með útgöngubann og skyldubólusetningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 13:30 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. vísir/Vilhelm Velferðarnefnd Alþingis leggur til að heimild til setningar útgöngubanns og skyldubólusetningar á landamærunum verði felldar brott úr frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. Að sögn Ólafs Þórs Gunnarssonar, þingmanns VG og framsögumanns velferðarnefndar í málinu, stendur nefndin saman að álitinu og hefur það verið samþykkt með nokkrum fyrirvörum. Hann segir töluverðar breytingar lagðar til í átta liðum en þær veigamestu lúti að tveimur framangreindum atriðum. Í frumvarpinu segir að heilbrigðisráðherra geti kveðið á um útgöngubann vegna smithættu í samfélaginu. Ólafur segir þetta íþyngjandi úrræði sem þarfnist frekari umræðu, bæði á Alþingi og í samfélaginu. „Við töldum skynsamlegra að láta það bíða og fara frekar yfir á heildarendurskoðun laganna sem við mælum fyrir í nefndarálitinu að þurfi að fara fram.“ Það sama gildi um heimild til skyldubólusetningar á landamærunum. „Það er ekki þannig í dag að við skyldum fólk til bólusetningar eða meðferðar almennt þannig að við mátum það svo að þetta þarfnaðist ítarlegri umræðu.“ Í umsögn nefndarinnar er einnig mælst til þess að ákvæði verði bætt við lögin um skyldu ráðherra til að gefa Alþingi skýrslu með að minnsta kosti eins mánaðar millibili, hafi faraldur varað lengur en í tvo mánuði. Ólafur bendir á að þetta hafi verið gert í faraldrinum en að eðlilegt sé að lögfesta fyrirkomulagið. Hann á von á því að málið gangi til umræðu á Alþingi sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Sjá meira
Að sögn Ólafs Þórs Gunnarssonar, þingmanns VG og framsögumanns velferðarnefndar í málinu, stendur nefndin saman að álitinu og hefur það verið samþykkt með nokkrum fyrirvörum. Hann segir töluverðar breytingar lagðar til í átta liðum en þær veigamestu lúti að tveimur framangreindum atriðum. Í frumvarpinu segir að heilbrigðisráðherra geti kveðið á um útgöngubann vegna smithættu í samfélaginu. Ólafur segir þetta íþyngjandi úrræði sem þarfnist frekari umræðu, bæði á Alþingi og í samfélaginu. „Við töldum skynsamlegra að láta það bíða og fara frekar yfir á heildarendurskoðun laganna sem við mælum fyrir í nefndarálitinu að þurfi að fara fram.“ Það sama gildi um heimild til skyldubólusetningar á landamærunum. „Það er ekki þannig í dag að við skyldum fólk til bólusetningar eða meðferðar almennt þannig að við mátum það svo að þetta þarfnaðist ítarlegri umræðu.“ Í umsögn nefndarinnar er einnig mælst til þess að ákvæði verði bætt við lögin um skyldu ráðherra til að gefa Alþingi skýrslu með að minnsta kosti eins mánaðar millibili, hafi faraldur varað lengur en í tvo mánuði. Ólafur bendir á að þetta hafi verið gert í faraldrinum en að eðlilegt sé að lögfesta fyrirkomulagið. Hann á von á því að málið gangi til umræðu á Alþingi sem allra fyrst, jafnvel á morgun.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Sjá meira