Þorsteinn tekur við landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni sem hætti eftir að hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn þegar liðið fagnaði því að hafa náð sæti á EM, í byrjun desember.
Þorsteinn kvaðst taka við afar góðu búi og markmiðið er skýrt - að gera íslenska landsliðið enn betra á komandi misserum og koma því á heimsmeistaramótið 2023. Samningur hans við KSÍ gildir fram yfir undankeppni HM sem líkur síðla árs 2022, en framlengist sjálfkrafa fram yfir lokakeppnina komist Ísland þangað.

Ísland hefur aldrei komist á HM en liðið leikur í lokakeppni EM í fjórða sinn sumarið 2021.
Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins, sem áður þjálfaði Íslandsmeistara Breiðabliks, eru 17.-23. febrúar þegar liðið mætir Frakklandi, Noregi og Sviss á sterku æfingamóti í Frakklandi. Liðið leikur í undankeppni HM í haust og svo í lokakeppni EM í Englandi sumarið 2022.
Blaðamannafundinn í dag má sjá hér að neðan.