Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2021 14:01 Frá vettvangi slyssins í júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. Í ákærunni segir að konan hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn er ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102-124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 km/klst. Hraði hins bílsins var um 30-50 km/klst. Ökumaður bílsins hlaut alvarlega áverka, meðal annars brot á hálshrygg, rifbrot, mjaðmagrindarbrot, spjaldbeinsbrot, herðablaðsbrot og viðbeinsbrot. En farþeginn lést. Konan er ákærð fyrir brot á hegningar- og umferðarlögum. Farið er fram á að hún verði dæmd til refsingar og fjölskylda hinnar látnu fer fram á samtals tíu milljónir króna í miskabætur. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Íbúar í Mosfellsbæ boðuðu til íbúafundar í kjölfar slyssins en þeir hafa lengi barist fyrir bættu umferðaröryggi á svæðinu. Það var ekki í fyrsta sinn sem áhyggjufullir íbúar komu saman vegna umferðaröryggis því þeir héldu fyrst íbúafund árið 2016 þar sem þeir kröfðust úrbóta. Þeir sögðust upplifa það sem svo að ekki sé hlustað á þá og þeirra áhyggjur og þá þori íbúar ekki að hafa hesta á beit úti við því þá muni ferðamenn stoppa úti í vegakanti til að taka myndir með tilheyrandi hættu. Í framhaldinu var gripið til endurbóta á yfirborðsmerkingum á veginum, þar sem framúrakstur var bannaður með óbrotinni miðlínu. Samgönguslys Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Segir íbúa Mosfellsdals tilbúna með málningarrúllu, muni Vegagerðin ekki mála heila línu á Þingvallarveg innan viku 25. júlí 2018 19:30 Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Í ákærunni segir að konan hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn er ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102-124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 km/klst. Hraði hins bílsins var um 30-50 km/klst. Ökumaður bílsins hlaut alvarlega áverka, meðal annars brot á hálshrygg, rifbrot, mjaðmagrindarbrot, spjaldbeinsbrot, herðablaðsbrot og viðbeinsbrot. En farþeginn lést. Konan er ákærð fyrir brot á hegningar- og umferðarlögum. Farið er fram á að hún verði dæmd til refsingar og fjölskylda hinnar látnu fer fram á samtals tíu milljónir króna í miskabætur. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Íbúar í Mosfellsbæ boðuðu til íbúafundar í kjölfar slyssins en þeir hafa lengi barist fyrir bættu umferðaröryggi á svæðinu. Það var ekki í fyrsta sinn sem áhyggjufullir íbúar komu saman vegna umferðaröryggis því þeir héldu fyrst íbúafund árið 2016 þar sem þeir kröfðust úrbóta. Þeir sögðust upplifa það sem svo að ekki sé hlustað á þá og þeirra áhyggjur og þá þori íbúar ekki að hafa hesta á beit úti við því þá muni ferðamenn stoppa úti í vegakanti til að taka myndir með tilheyrandi hættu. Í framhaldinu var gripið til endurbóta á yfirborðsmerkingum á veginum, þar sem framúrakstur var bannaður með óbrotinni miðlínu.
Samgönguslys Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Segir íbúa Mosfellsdals tilbúna með málningarrúllu, muni Vegagerðin ekki mála heila línu á Þingvallarveg innan viku 25. júlí 2018 19:30 Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Segir íbúa Mosfellsdals tilbúna með málningarrúllu, muni Vegagerðin ekki mála heila línu á Þingvallarveg innan viku 25. júlí 2018 19:30
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35