„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 13:36 Frá nýlegri heræfingu í Taívan. EPA/RItchie B. Tongo Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. Þetta kom fram á mánaðarlegum blaðamannafundi í Kína í morgun. Þar var talsmaðurinn Wu Qian spurður út í það að Kínverjar hefðu flogið fjölda sprengjuflugvéla og orrustuþota nærri Taívan undanfarið. Sjá einnig: Halda heræfingar og vara við köldu stríði Wu sagði það hafa verið nauðsynlegt vegna „öryggisástandsins“ á Taívansundi og til að tryggja fullveldi og öryggi Kína, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði aðgerðirnar vera viðbrögð við afskiptum og ögrunum sjálfstæðissinna í Taívan og að þar væri einungis um minnihluta íbúa að ræða. „Við vörum þá sjálfstæðissinna við því að þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig og að sjálfstæði Taívan þýðir stríð,“ sagði talsmaðurinn. Ráðamenn í Kína telja að ríkisstjórn sjálfstæðissinna í Taívan stefni á því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Tsai Ing-wen, forseti, hefur þó ítrekað sagt að eyríkið sé þegar sjálfstætt ríki sem heiti Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn Taívan. Formlegt nafn Kína er í raun Alþýðulýðveldið Kína. Herafli Taívans byggir á vel útbúnum og þjálfuðum atvinnuhermönnum og tæplega þriggja milljóna varaliði.EPA/RItchie B. Tongo Í stuttu máli sagt þá hafa Kínverjar lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Kínverjar hafa svarað því með auknum pólitískum og hernaðarlegum þrýstingi gegn eyríkinu. Ferðum orrustuþota og herskipa inn á varnarsvæði Taívans hefur fjölgað verulega. Reuters hefur einnig eftir sérstöku ráði í Taívan sem er yfir málefnum meginlandsins að yfirvöld Kína ættu ekki að vanmeta vilja Taívana til að verja fullveldi þeirra, frelsi og lýðræði. Ástand herafla Taívans hefur þó versnað töluvert á undanförnum árum, samhliða auknu álagi á hermenn. Hermenn Taívan hafa verið undir miklu álagi undanfarið.Getty/Walid Berrazeg Háttsettir forsvarsmenn í herafla Taívan sögðu í fyrra að markverð breyting hefði átt sér stað í afstöðu ráðamanna í Kína. Embættismenn og herforingjar hafi hætt að ræða fræðilega um það að hernema Taívan með valdi og farið að tala sín á milli um áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir. Bandaríkin standa við bakið á Taívönum Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu um síðustu helgi að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og lýstu yfir áhyggjum af þeim aukna þrýstingi sem verið sé að beita gegn eyríkinu. Sjá einnig: Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þetta kom fram á mánaðarlegum blaðamannafundi í Kína í morgun. Þar var talsmaðurinn Wu Qian spurður út í það að Kínverjar hefðu flogið fjölda sprengjuflugvéla og orrustuþota nærri Taívan undanfarið. Sjá einnig: Halda heræfingar og vara við köldu stríði Wu sagði það hafa verið nauðsynlegt vegna „öryggisástandsins“ á Taívansundi og til að tryggja fullveldi og öryggi Kína, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði aðgerðirnar vera viðbrögð við afskiptum og ögrunum sjálfstæðissinna í Taívan og að þar væri einungis um minnihluta íbúa að ræða. „Við vörum þá sjálfstæðissinna við því að þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig og að sjálfstæði Taívan þýðir stríð,“ sagði talsmaðurinn. Ráðamenn í Kína telja að ríkisstjórn sjálfstæðissinna í Taívan stefni á því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Tsai Ing-wen, forseti, hefur þó ítrekað sagt að eyríkið sé þegar sjálfstætt ríki sem heiti Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn Taívan. Formlegt nafn Kína er í raun Alþýðulýðveldið Kína. Herafli Taívans byggir á vel útbúnum og þjálfuðum atvinnuhermönnum og tæplega þriggja milljóna varaliði.EPA/RItchie B. Tongo Í stuttu máli sagt þá hafa Kínverjar lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Kínverjar hafa svarað því með auknum pólitískum og hernaðarlegum þrýstingi gegn eyríkinu. Ferðum orrustuþota og herskipa inn á varnarsvæði Taívans hefur fjölgað verulega. Reuters hefur einnig eftir sérstöku ráði í Taívan sem er yfir málefnum meginlandsins að yfirvöld Kína ættu ekki að vanmeta vilja Taívana til að verja fullveldi þeirra, frelsi og lýðræði. Ástand herafla Taívans hefur þó versnað töluvert á undanförnum árum, samhliða auknu álagi á hermenn. Hermenn Taívan hafa verið undir miklu álagi undanfarið.Getty/Walid Berrazeg Háttsettir forsvarsmenn í herafla Taívan sögðu í fyrra að markverð breyting hefði átt sér stað í afstöðu ráðamanna í Kína. Embættismenn og herforingjar hafi hætt að ræða fræðilega um það að hernema Taívan með valdi og farið að tala sín á milli um áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir. Bandaríkin standa við bakið á Taívönum Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu um síðustu helgi að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og lýstu yfir áhyggjum af þeim aukna þrýstingi sem verið sé að beita gegn eyríkinu. Sjá einnig: Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn.
Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35
Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24