Vængbrotnir Svíar flugu í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2021 11:01 Svíar fagnar eftir stórsigurinn á Katörum í átta liða úrslitum HM í Egyptalandi. epa/Mohamed Abd El Ghany Þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna hafa Svíar leikið sérlega vel á HM í Egyptalandi og eru komnir í undanúrslit mótsins. Svíþjóð vann stórsigur á Katar, 35-23, í átta liða úrslitum HM í gær. Staðan í hálfleik var 14-10 en Svíar unnu seinni hálfleikinn, 21-13. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Svíþjóð kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Svíar eru enn taplausir á HM, hafa unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli. Þeir unnu meðal annars gríðarlega sterkan sigur á heimaliði Egypta í riðlakeppninni, 24-23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 9-12. Remarkable journey in #Egypt2021 before the semi-finals! Sweden ed the ! Are they going home with a medal? @hlandslaget | #Handbollslandslaget | #Egypt2021 pic.twitter.com/Aw3yFh1vRK— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 28, 2021 Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum HM klukkan 16:30 í dag. Frakkland hefur unnið alla sjö leiki sína á HM. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Danir og Spánverjar. Fjöldi lykilmanna fjarverandi Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. Í fjarveru allra þessara leikmanna hefur mætt mikið á reynsluboltunum Jim Gottfridsson, Max Darj og Andreas Palicka sem hafa allir leikið vel í Egyptalandi. Gottfridsson er heilinn í sóknarleik Svía og Darj hjartað í vörninni. Þá hefur Palicka varið vel í sænska markinu og er með 36 prósent hlutfallsmarkvörslu á HM. Hampus Wanne hefur svo stimplað sig endanlega inn sem einn besti vinstri hornamaður heims en hann er markahæstur Svía á HM með 47 mörk. Hampus Wanne hefur farið á kostum á HM.epa/Mohamed Abd El Ghany Meðal annarra leikmanna sem hafa stimplað sig inn á stóra sviðinu má nefna Jonathan Carlsbogard, Alfred Jönsson og Lukas Sandell. Svíar spila sterka vörn og keyra grimmt í bakið á andstæðingnum. Til marks um það hefur ekkert lið skorað fleiri hraðaupphlaupsmark á HM en Svíþjóð, eða 46 talsins. Lítil reynsla Sænski hópurinn er ekki reynslumikill en Palicka er sá í honum sem hefur leikið yfir hundrað landsleiki. Að meðaltali hafa leikmennirnir í hópnum aðeins leikið 26,6 landsleiki. Í EM-hópnum í fyrra var leikjafjöldinn 55,9. Þá eru átta af þeim nítján leikmönnum sem hafa komið við sögu hjá Svíþjóð á HM á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. Og þjálfarinn er nýr eins og áður sagði. Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur gert flotta hluti með sænska liðið.epa/Mohamed Abd El Ghany Árangur Svía minnir um margt á þegar Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016 þrátt fyrir að vera án fjölmargra lykilmanna. Þá var sama hver kom inn í þýska liðið, allir skiluðu sínu og Þjóðverjar fóru að lokum alla leið. Svíar hafa vissulega verið nokkuð heppnir með andstæðinga á HM en þeir hafa þó staðist öll sín próf og sýndu styrk bæði gegn Egyptum og Slóvenum. Þá lentu Svíar í mótlæti gegn Hvít-Rússum en náðu jafntefli. Svíar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar en ekki unnið til verðlauna á HM síðan þeir enduðu í 2. sæti í Portúgal 2003. Hið unga og skemmtilega lið Svía er nú í stöðu til að breyta því og koma heim með verðlaunapeninginn um hálsinn í fyrsta sinn í átján ár. HM 2021 í handbolta Sænski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Svíþjóð vann stórsigur á Katar, 35-23, í átta liða úrslitum HM í gær. Staðan í hálfleik var 14-10 en Svíar unnu seinni hálfleikinn, 21-13. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Svíþjóð kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Svíar eru enn taplausir á HM, hafa unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli. Þeir unnu meðal annars gríðarlega sterkan sigur á heimaliði Egypta í riðlakeppninni, 24-23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 9-12. Remarkable journey in #Egypt2021 before the semi-finals! Sweden ed the ! Are they going home with a medal? @hlandslaget | #Handbollslandslaget | #Egypt2021 pic.twitter.com/Aw3yFh1vRK— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 28, 2021 Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum HM klukkan 16:30 í dag. Frakkland hefur unnið alla sjö leiki sína á HM. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Danir og Spánverjar. Fjöldi lykilmanna fjarverandi Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. Í fjarveru allra þessara leikmanna hefur mætt mikið á reynsluboltunum Jim Gottfridsson, Max Darj og Andreas Palicka sem hafa allir leikið vel í Egyptalandi. Gottfridsson er heilinn í sóknarleik Svía og Darj hjartað í vörninni. Þá hefur Palicka varið vel í sænska markinu og er með 36 prósent hlutfallsmarkvörslu á HM. Hampus Wanne hefur svo stimplað sig endanlega inn sem einn besti vinstri hornamaður heims en hann er markahæstur Svía á HM með 47 mörk. Hampus Wanne hefur farið á kostum á HM.epa/Mohamed Abd El Ghany Meðal annarra leikmanna sem hafa stimplað sig inn á stóra sviðinu má nefna Jonathan Carlsbogard, Alfred Jönsson og Lukas Sandell. Svíar spila sterka vörn og keyra grimmt í bakið á andstæðingnum. Til marks um það hefur ekkert lið skorað fleiri hraðaupphlaupsmark á HM en Svíþjóð, eða 46 talsins. Lítil reynsla Sænski hópurinn er ekki reynslumikill en Palicka er sá í honum sem hefur leikið yfir hundrað landsleiki. Að meðaltali hafa leikmennirnir í hópnum aðeins leikið 26,6 landsleiki. Í EM-hópnum í fyrra var leikjafjöldinn 55,9. Þá eru átta af þeim nítján leikmönnum sem hafa komið við sögu hjá Svíþjóð á HM á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. Og þjálfarinn er nýr eins og áður sagði. Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur gert flotta hluti með sænska liðið.epa/Mohamed Abd El Ghany Árangur Svía minnir um margt á þegar Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016 þrátt fyrir að vera án fjölmargra lykilmanna. Þá var sama hver kom inn í þýska liðið, allir skiluðu sínu og Þjóðverjar fóru að lokum alla leið. Svíar hafa vissulega verið nokkuð heppnir með andstæðinga á HM en þeir hafa þó staðist öll sín próf og sýndu styrk bæði gegn Egyptum og Slóvenum. Þá lentu Svíar í mótlæti gegn Hvít-Rússum en náðu jafntefli. Svíar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar en ekki unnið til verðlauna á HM síðan þeir enduðu í 2. sæti í Portúgal 2003. Hið unga og skemmtilega lið Svía er nú í stöðu til að breyta því og koma heim með verðlaunapeninginn um hálsinn í fyrsta sinn í átján ár.
HM 2021 í handbolta Sænski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira