Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2021 21:45 Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. Þessi áfangi leitarinnar fór á fullt á Austfjarðamiðum á mánudag og þar hafa rannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt fimm fiskiskipum verið að leita. Þessi floti hefur síðan verið að færa sig yfir á norðausturhornið en eitt skipanna, Jóna Eðvalds, leitar mun lengra úti af Austfjörðum, eins og lýst var í fréttum Stöðvar 2. Í gær sigldu svo rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og Hákon ÞH til Vestfjarða og þangað er Árni Friðriksson einnig kominn. Meðan Hákon heldur í austurátt til Norðurlands leita rannsóknaskipin tvö svæðið á Grænlandssundi sem var hulið hafís í byrjun janúar og mesta spennan er kannski hvort loðna finnist þar við ísjaðarinn. Fiskiskipin munu svo þræða hafsvæðin undan Norðurlandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að leitinni ljúki um helgina og vonast eftir niðurstöðum eftir helgi. Á vef Hafrannsóknastofnunar má fylgjast með leitarferlum skipanna. Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar.Hafrannsóknastofnun Þetta er umfangsmesta loðnuleit til þessa. Áætlað er hver leitardagur kosti um tuttugu milljónir króna fyrir öll skipin átta, en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð í fimm skipanna. Gjaldeyristekjur sem meðalstór loðnuvertíð gæfi af sér eru hins vegar taldar geta orðið tuttugu til þrjátíu milljarðar króna og það á nokkrum vikum. Forsendurnar eru að næg loðna finnist til að auka veiðikvótann úr 61 þúsund tonnum upp í 200-300 þúsund tonn. Tekjurnar myndu einkum dreifast í þær byggðir sem veiða og vinna loðnu. Þær eru Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar og Akranes. Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32 Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Þessi áfangi leitarinnar fór á fullt á Austfjarðamiðum á mánudag og þar hafa rannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt fimm fiskiskipum verið að leita. Þessi floti hefur síðan verið að færa sig yfir á norðausturhornið en eitt skipanna, Jóna Eðvalds, leitar mun lengra úti af Austfjörðum, eins og lýst var í fréttum Stöðvar 2. Í gær sigldu svo rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og Hákon ÞH til Vestfjarða og þangað er Árni Friðriksson einnig kominn. Meðan Hákon heldur í austurátt til Norðurlands leita rannsóknaskipin tvö svæðið á Grænlandssundi sem var hulið hafís í byrjun janúar og mesta spennan er kannski hvort loðna finnist þar við ísjaðarinn. Fiskiskipin munu svo þræða hafsvæðin undan Norðurlandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að leitinni ljúki um helgina og vonast eftir niðurstöðum eftir helgi. Á vef Hafrannsóknastofnunar má fylgjast með leitarferlum skipanna. Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar.Hafrannsóknastofnun Þetta er umfangsmesta loðnuleit til þessa. Áætlað er hver leitardagur kosti um tuttugu milljónir króna fyrir öll skipin átta, en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð í fimm skipanna. Gjaldeyristekjur sem meðalstór loðnuvertíð gæfi af sér eru hins vegar taldar geta orðið tuttugu til þrjátíu milljarðar króna og það á nokkrum vikum. Forsendurnar eru að næg loðna finnist til að auka veiðikvótann úr 61 þúsund tonnum upp í 200-300 þúsund tonn. Tekjurnar myndu einkum dreifast í þær byggðir sem veiða og vinna loðnu. Þær eru Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar og Akranes.
Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32 Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32
Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34
Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02