Bóluefni AstraZeneca gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2021 09:35 Frá bólusetningu í Englandi með bóluefni AstraZeneca. Getty/Ian Forsyth Bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 gæti fengið skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í dag. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun funda um bóluefnið í dag og ætti niðurstaða varðandi leyfið að liggja fyrir eftir þann fund. Boðað hefur verið til blaðamannafundar að loknum fundi sérfræðinganefndarinnar og á hann að hefjast klukkan 14 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá fundinum hér á vef EMA. AstraZeneca sótti um markaðsleyfi fyrir bóluefninu í Evrópu þann 12. janúar en það hefur þegar fengið leyfi í Bretlandi og eru bólusetningar með efninu hafnar þar. Miklar deilur hafa verið milli Evrópusambandsins og AstraZeneca síðustu daga eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það gæti ekki uppfyllt dreifingaráætlun sína gagnvart sambandinu. Munu því mun færri skammtar af bóluefninu berast til ESB á fyrsta ársfjórðungi en ráð var gert fyrir og kveðið er á um í samningi sambandsins við AstraZeneca. Ástæðan fyrir þessu eru vandræði í framleiðslunni á bóluefninu í verksmiðjum í Hollandi og Belgíu. Krefst trúverðugra skýringa og segir samninginn kristaltæran Forsvarsmenn ESB og AstraZeneca hittust á krísufundi vegna málsins síðastliðinn miðvikudag og hétu því í kjölfarið að finna lausn á vandanum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í útvarpsviðtali í Þýskalandi í morgun að hún vilji gera samning sambandsins við AstraZeneca um bóluefnið opinberan. Þá sagði hún samninginn bindandi og krafðist trúverðugra skýringa á töfunum sem orðið hafa við framleiðsluna. Samningurinn væri auk þess kristaltær. ESB og AstraZeneca undirrituðu samninginn í ágúst. Í frétt BBC segir að samningurinn, sem undirritaður var í ágúst, hafi kveðið á um 300 milljónir skammta til ESB þegar markaðsleyfi lægi fyrir með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Samkvæmt heimildum BBC munu hins vegar aðeins um 25 milljónir skammtar berast til ESB í mars af þeim 100 milljónum skammta sem búist var við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Boðað hefur verið til blaðamannafundar að loknum fundi sérfræðinganefndarinnar og á hann að hefjast klukkan 14 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá fundinum hér á vef EMA. AstraZeneca sótti um markaðsleyfi fyrir bóluefninu í Evrópu þann 12. janúar en það hefur þegar fengið leyfi í Bretlandi og eru bólusetningar með efninu hafnar þar. Miklar deilur hafa verið milli Evrópusambandsins og AstraZeneca síðustu daga eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það gæti ekki uppfyllt dreifingaráætlun sína gagnvart sambandinu. Munu því mun færri skammtar af bóluefninu berast til ESB á fyrsta ársfjórðungi en ráð var gert fyrir og kveðið er á um í samningi sambandsins við AstraZeneca. Ástæðan fyrir þessu eru vandræði í framleiðslunni á bóluefninu í verksmiðjum í Hollandi og Belgíu. Krefst trúverðugra skýringa og segir samninginn kristaltæran Forsvarsmenn ESB og AstraZeneca hittust á krísufundi vegna málsins síðastliðinn miðvikudag og hétu því í kjölfarið að finna lausn á vandanum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í útvarpsviðtali í Þýskalandi í morgun að hún vilji gera samning sambandsins við AstraZeneca um bóluefnið opinberan. Þá sagði hún samninginn bindandi og krafðist trúverðugra skýringa á töfunum sem orðið hafa við framleiðsluna. Samningurinn væri auk þess kristaltær. ESB og AstraZeneca undirrituðu samninginn í ágúst. Í frétt BBC segir að samningurinn, sem undirritaður var í ágúst, hafi kveðið á um 300 milljónir skammta til ESB þegar markaðsleyfi lægi fyrir með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Samkvæmt heimildum BBC munu hins vegar aðeins um 25 milljónir skammtar berast til ESB í mars af þeim 100 milljónum skammta sem búist var við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira